Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 75
Sturlunga saga: Atburðir og frásögn
ÚLFAR BRAGASON
I.
Um aldamótin síðustu benti W. P. Ker á það í bók sinni, Epicand Romance, að
Sturlunga lyti ákveðnum frásagnarlögmálum og gerði ágæta grein fyrir
frásagnarlist í sögum samsteypunnar. Ker sagði m.a. um Islendinga sögu Sturlu
Þórðarsonar, sem hann kallaði einnig Sturlungu eins og samsteypuritið í heild:
Sturlunga is something more than a bare diary, or a series of pieces of evidence. It has
an author, and the author understands and appreciates the matter in hand, because it
is illuminated for him by the example of the heroic literature. He carries an
imaginative narrative design in his head, and things as they happen fall into the
general scheme of his story as if he had invented them [Ker 266-67].
(Sturlunga er annað og meira en dagbók eða rakning staðreyndabrota. Hún er sett
saman af höfundi sem skilur og metur efnivið sinn af því að hann sér hann í ljósi
hetjubókmennta. Hann hefur í huganum frjótt frásagnarform og atburðir sem eru að
gerast falla inn í heildarkerfi sögu hans eins og hann hafi búið þá til.)
Samkvæmt skoðun Kers er íslendinga saga ekki eiginleg króníka frekar en
aðrar samtíðarsögur. Sturla Þórðarson og aðrir höfundar samtíðarsagna hafi
skilið samtíð sína og sagt frá henni í samræmi við forn frásagnarferli.
Lýsingu Kers á list samtíðarsagna í Epic and Romance hefur verið allt of lítill
gaumur gefinn í íslenskum sagnarannsóknum. Þó sagði Sigurður Nordal aðeins
fyrir rúmum tveimur áratugum um þetta rit Kers: „Þótt sú bók sé prentuð
1897, stendur það, sem þar er sagt um fornsögurnar, enn í fullu gildi, þrátt fyrir
allt, sem síðan hefur verið um þær rætt og ritað, - einungis vegna þess, að W. P.
skeikaði aldrei í smekk sínum á bókmenntir og skilningi þess, hvert væri eðli
þeirra [Um íslenzkarfornsögur 12].“ Ég tek undir þessa skoðun Nordals, a.m.k.
hvað varðar Sturlungu, og mun í fyrirlestri mínum leggja út af orðum Kers um
Islendinga sögu sem ég vitnaði til hér að framan.
Fyrirlesturinn fjallar um á hvern hátt atburðir samtímans eru færðir í frásögn
í Sturlungu. Ég bendi á að sögur Sturlungu lúti sömu frásagnarlögmálum og
Islendingasögur (en Ker á við þær þegar hann talar um hetjubókmenntir í til-
SKÁLDSKAPARMÁL 1 (1990)
73