Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 76
74
Úlfar Bragason
vitnaðri klausu), hið sama er sögulegt í báðum sagnaflokkunum og svipuð
lífsviðhorf koma þar fram. Bókmenntahefðin hefur haft gagnger áhrif á gerð og
inntak samtíðarsagna. Frásagnarreglur þær sem fornsögurnar fylgja tengjast
vafalaust því þjóðskipulagi sem hér var á miðöldum og því hlutverki sem
bókmenntum þessum var ætlað í samfélaginu. Fornsögurnar ættu því að geta
frætt okkur nútímamenn um hugsunarhátt og viðhorf hér á landi á 12. og 13.
öld þegar þær voru flestar ritaðar og jafnvel fyrir þann tíma. I umfjöllun minni
legg ég áherslu á frásagnargerð og inntak Sturlungu en ekki heimildir sagnanna
í samsteypunni. Með því er ég þó ekki að halda því fram, sem lægi beinast við
ef ég fylgdi röksemdafærslu íslenskra bókfestumanna í fornsagnarannsóknum
(hins svokallaða Islenska skóla), að Sturlunga sé skáldskapur. Raunar ætla ég
mér ekki að meta heimildargildi Sturlungu. Hins vegar verður varla dregið í efa
að athuga þurfi frásagnareðli samsteypunnar gaumgæfilega áður en sögur
hennar eru notaðar sem heimildir í sagnfræði. Slíkar rannsóknir hefur þó skort.
II.
íslenski skólinn gerir skarpan greinarmun á íslendingasögum og sögum Sturl-
ungu. íslendingasögur eru skáldskapur en Sturlunga sagnfræði. Samkvæmt
aristótelískum hugmyndum skólans segja Islendingasögur frá hinu almenna, því
sem hefði getað gerst, en Sturlunga frá hinu einstaka, því sem gerðist. Islendinga-
sögur eru eftirlíking af athöfnum sem mynda einingu og heild en um slíka einingu
er ekki að ræða í Sturlungu. En vegna einingar frásagnarferlisins er skáldskapur
talinn æðri en öll söguritun og því eru íslendingasögur merkilegri en Sturlunga
(Aristóteles 58-59; sjá ennfremur Gossman 7-10). Þessi viðhorf skólans hafa
opnað leiðir til að fjalla um frásagnarlist Islendingasagna þótt raunar hafi ekki
kveðið mikið að slíkri rýni hér á landi. Sturlunga er hins vegar aðallega notuð sem
heimild við sagnfræðirannsóknir.
Jón Jóhannesson lýsti skoðunum sínum á Sturlungu í inngangi að útgáfu
samsteypunnar frá 1946 og sagði:
Aðalheimildin um þessa umbrotatíma [Sturlungaöld] er Sturlunga saga. Að vísu er
hún ekki þjóðarsaga, heldur persónusaga og saga um deilur og vígaferli ... Á upp-
lausnartímum Sturlungaaldar höfðu menn meiri áhuga á einstaklingum en þjóðar-
heildinni. í Sturlunga sögu eru því eyður um margt sem menn fýsir nú að vita,
einkum hin friðsamlegri störf. Frá stjórnháttum, atvinnuháttum, verzlun, bók-
menntastörfum og daglegu lífi manna er lítið sagt nema af tilviljun. Sturlunga saga er
ekki heldur listaverk. Hún er hinn mesti óskapnaður sem heild, og svipuðu máli
gegnir um sumar hinar einstöku sögur hennar, þótt allmikilla listrænna tilþrifa gæti
á köflum. Söguþráðurinn er víða slitróttur og sums staðar enginn. Hrúgað er saman
efni, sem lesendum finnst óþarft, lítils virði og trufla útsýn. Orðugt er að átta sig á
hinum mikla fjölda persóna, enda er oft gerð of lítil grein fyrir þeim. Tímatalið er
óljóst ... Hið hráa og lítt melta efni, sem hefur hvorki verið stýft né fágað vegna