Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 79
Sturlunga saga: Atburðir og frásögn
71
Roland Barthes hélt þeirri skoðun fram að sagnfræðilegar frásagnir væru
mismunandi eftir því hvort þar væri lögð áhersla á atburðarás eða útskýringar. Ef
atburðarásin væri aðalatriðið væri stíllinn metonýmískur og frásögnin yrði epísk
en ef mikið væri um útlistanir á atburðunum yrði stíllinn hins vegar metafórískur
og frásögnin hneigðist til að vera lýrísk (Barthes, „The Discourse of History" 15).
Þetta er í samræmi við það sjónarmið að stíll, frásagnargerð og inntak séu órofa
í sagnfræðilegum frásögnum jafnt og öðrum.
Bandaríski sagnfræðingurinn Hayden White hefur gert þessu atriði enn
frekari skil. Hann er þeirrar skoðunar að söguritarar ákveði hvers konar sögu
þeir segi af atburðum og gæði þannig atburðina merkingu. Þeir velji því stað-
reyndir í samræmi við hvernig sögu þeir ætli að segja, staðreyndirnar leiti ekki
forms eins og Islenski skólinn heldur fram. White telur að val söguritaranna á
sögusniði og efnivið sé bundið bókmenntahefðinni sem þeir og áheyrendur/
lesendur þeirra eiga sameiginlega. Sagnaritarar geti t.d. ákveðið að segja tragíska
eða kómíska sögu. Jafnframt lítur White svo á að gerð frásagna tengist þeim
skýringum sem gefnar eru á frásagnarferlinu. í tragískum frásögnum sé gjarnan
ákveðið orsakasamband milli atburða eða löggengi en í kómedíu sé leitast við
að finna öllum viðburðum stað í víðara samhengi eða lífrænu heildarkerfi. Þá
bendir White á að oft sé samband á milli frásagnargerðar, söguskýringa og sið-
ferðilegrar eða pólitískrar hneigðar í frásögninni. Tragískar frásagnir séu að
jafnaði gagnrýnar á ríkjandi ástand en kómedían sé því til styrktar enda falli þar
allt í ljúfa löð að lokum. Hins vegar megi rekja bæði tragískar og kómískar
frásagnir til þess að merkingarfærsla hafi verið það málbragð sem einkenndi
hugsun og stíl sögumannanna (White, Topics of Discourse, einkum 51-80).
Skoðanir White um sagnaritun, sem hér hafa verið reifaðar, eru að sumu leyti
svipaðar þeim hugmyndum sem W.R Ker hafði um hvernig samtímaatburðir
voru færðir í frásagnarform hetjubókmennta í Sturlungu. Þetta kemur enn skýrar
í ljós ef athugaðar eru bandarískar rannsóknir á formgerðum íslenskra fornbók-
mennta sem að hluta eru undir áhrifum frá Ker. Eins og kunnugt er hefur forn-
sögunum vanalega verið skipt í flokka eftir efni: hverju þær segja frá, hvar þær
eiga sér stað og hvenær þær gerast. Til að reyna að kveða nánar á um flokkun
sagnanna og sýna fram á að um mismunandi bókmenntagreinar væri að ræða
rannsakaði Theodore M. Andersson formgerð Islendingasagna og Joseph C.
Harris gerð Islendingaþátta í konungasögum (Andersson, The Icelandic Family
Saga; Harris, „Genre and Narrative Structure“). Fræðimenn þessir komust að
þeirri niðurstöðu að atburðarásin fylgdi ákveðnu grunnmynstri eða ferli í
hvorum flokki. Þannig greinir Andersson svonefnt ófriðar- eða hefndamynstur
(feud pattern) í frásögnum íslendingasagna en Harris utanfararmynstur (travel
pattern) í íslendingaþáttum.
Andersson segir um formgerð íslendingasagna: „It is a very nearly universal
rule... that a saga is built around a conflict [11]“ (það er næstum almenn regla...
að fornsaga snúist um átök). Átökin eru vanalega sett fram í sex frásagnarliðum
sem reka hver annan alltaf í sömu röð: 1) kynning á deiluaðilum; 2) þróun