Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 81
Sturlunga saga: Atburðir ogfrásögn
79
komi jafnvel ekki fyrir. Ef til vill væri réttara að segja að á þessum liðum hvíli
jafnan áhersluþungi líkt og á meginátökunum í frásögnum sem fylgja
ófriðarmynstrinu. Komi ekki til uppgjörs í frásögnum sem fylgja þessum
mynstrum breytist óneitanlega inntak þeirra.
I stuttu máli hafa Andersson og Harris sýnt fram á 1) meginliðina í tveimur
formgerðum sem oft lágu til grundvallar frásögnum íslenskra sagnameistara á
miðöldum, 2) að fjöldi frásagnarliðanna var takmarkaður og 3) að þeir fylgdu
alltaf hver á eftir öðrum í sömu röð. Greining þessara mynstra ætti að hafa
aukið skilning manna á efnisvali og efnismeðferð fornsagna. Hins vegar er vafa-
samt að þessi frásagnarmynstur einkenni Islendingasögur og Islendingaþætti
eins og Andersson og Harris álíta enda unnt að sýna fram á að þau koma
ósjaldan fyrir í öðrum frásögnum, m.a. í samtíðarsögum, eins og við munum
brátt aftur koma að.
Joseph Harris hefur bent á að munurinn milli hefndafrásagna í fornsögunum
og utanfararsagna samsvari mismuninum á milli sorgar- og gleðileikja. I
tragedíum einangrist söguhetjan og leiði það til minnkunar hennar, jafnvel
dauða. Hins vegar hlotnist hetjunni viðurkenning samfélagsins og uppreist í
kómedíum. Ófriðarfrásagnirnar íslensku, sem jafnan gerist í samfélagi jafningja,
einkennist af löggengi illra örlaga en í utanfarasögum endi allt farsællega með
því að yfirboðarinn veiti undirsátanum viðurkenningu (Harris, „Theme and
Genre“ 17-19). W.P. Ker lagði einmitt áherslu á hina tragísku undiröldu í
Sturlungu: „... the Icelandic tragedy had no reconciliation at the end, and there
was no national strength underneath the disorder, fit to be called out by a
peacemaker or a „saviour of society" [Ker 257]“ (hinum íslenska sorgarleik
lauk ekki með sáttum og það var ekkert þjóðarafl til í allri ringulreiðinni sem
sáttasemjari eða „bjargvættur samfélagsins" gæti kallað fram). Sturlunga lýsti
því hvernig hetjuöld liði undir lok þegar engin hetja væri lengur til.
Ef það er rétt hjá Ker að samtíðarsögur lúti sömu frásagnarreglum og
Islendingasögur ættu þær að fylgja frásagnarmynstrum Anderssons og Harris.
Frá hverju er sagt í Sturlungu og hvað er látið ósagt skýrðist þá af því að sögur
samsteypunnar fylgi ákveðnum mynstrum eða ferlum. Frásagnarferlin ættu
einnig að benda til þeirra skýringa sem gefnar eru á atburðarásinni og við-
horfanna sem sett eru fram í samtíðarsögum og leiða til skilnings á þeirri
sögusýn sem kemur fram í Sturlungu.
IV.
Rolf Heller hefur athugað Svínfellinga sögu og samband hennar og annarra
sagna, bæði samtíðarsagna og Islendingasagna, og telur að höfundurinn hafi
tekið atriði úr eldri sögum að láni við framsetningu einstakra atburða í verki
sínu. Sérstaklega bendir Heller á samsvaranir milli lýsinganna á aftöku
Ormssona í Svínfellinga sögu (6., 9.-11. kafla) og á endalokum Þórðar og