Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 84
82
Úlfar Bragason
hófstillingu og þolinmæði en sé beitt gegn hvers konar óhófi og frekju
(Andersson, „The Displacement of the Heroic Ideal“ 588). Aðrir hafa gert
grein fyrir svipuðum anda í nokkrum samtíðarsagna. Jón Jóhannesson taldi t.d.
að Þorgils saga og Hafliða væri dæmisaga handa samtímanum „um þá tíma, er
höfðingjar leystu deilur sínar friðsamlega [Jón Jóhannesson xxiv-xxv]“ og
Gunnar Karlsson lítur svo á að í Islendinga sögu Sturlu komi fram spenna
„milli tvenns konar siðaboða, annars vegar boðs um dirfsku, hetjuskap, hreysti,
hefnd, hins vegar boðs um frið, sáttfýsi, virðingu fyrir mannslífum og jafnvel
eftirgjöf [Gunnar Karlsson 206]“ (sjá einnig Simpson 328-29, Thomas 45). Það
er því unnt að segja að samtíðarsögur ekki síður en Islendingasögur séu
gagnrýnar á niðurrifsöflin í samfélaginu, þá menn sem taldir eru valda ófriði og
deilum.
v:
Lars Lönnroth hefur sagt að utanfarir „appears in Njála as a digressive strand
within or between feud episodes [Lönnroth, Njáls saga 71]“ (komi fyrir í Njálu
sem útúrdúrar í ófriðarþáttum eða á milli þeirra). Þetta á einnig við um utanfarir
í Sturlungu að svo miklu leyti sem sagt er frá þeim. Raunar er það athyglivert
hversu lítið rúm utanferðir skipa í samsteypunni af því að talið er að samskipti
Islendinga og Noregskonungs hafi skipt miklu máli fyrir þróun valdabarátt-
unnar hér á landi á 13. öld. Frásagnirnar um Noregsferðir Þorgils skarða og
Sturlu Þórðarsonar, sem eru rækilegastar, eru aðeins í öðru aðalhandriti Sturl-
ungu, svonefndri Reykjarfjarðarbók, og munu ekki hafa verið í frumgerðinni
(Jón Jóhanneson xx).
Sturlu þáttur er frásögn af u.þ.b. 20 síðustu æviárum Sturlu Þórðarsonar. Þó
snýst hann aðallega um atburði sem áttu sér stað 1263. Þátturinn mun hafa verið
skrifaður í framhaldi af æviþætti Sturlu í Þorgils sögu skarða, jafnvel af sama
höfundi (Björn M. Ólsen 250-52) og því frá upphafi nátengdur öðru riti.
Ef treysta má frásögn samtíðarsagna hafði Sturla, gagnstætt mörgum öðrum
íslenskum valdamönnum, hvorki verið í Noregi né bundist Noregskonungi
vináttuböndum þegar hann var neyddur til að fara úr landi 1263, eins og Sturlu
þáttur greinir frá. Allur 1. kafli þáttarins snýst um deilur milli Snorra, sonar
Sturlu, og Hrafns Oddssonar, fyrrum bandamanns Sturlu. Blandaðist Sturla inn
í þær deilur með syni sínum en þeir biðu lægri hlut. Hrafn réð einn sáttum og
ákvað að Sturla færi utan.
Síðan er sagt frá því að Sturla sigldi til Noregs. Á þeim tíma hafði Hákon
konungur fengið völdin í hendur Magnúsi syni sínum meðan hann sjálfur var
í Orkneyjum að undirbúa stríð gegn Skotum. I Noregi hitti Sturla Gaut á Mel,
ráðgjafa Magnúsar konungs. Tók Gautur vel við honum en tjáði honum að
hann hefði verið rægður við konung. Þeir Sturla fóru nú á konungsfund og
leitaði Sturla konungsnáðar. Ætlaði Sturla að færa konungi kvæði en hann vildi