Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 85
Sturlunga saga: Atburðir og frásögn
83
ekki hlýða á það. Síðar fékk Gautur því þó framgengt að Sturlu var leyft að vera
í föruneyti konungs á skipi hans.
Á skipinu skemmti Sturla konungsmönnum með því að segja Huldar sögu
betur og fróðlegar en nokkur þeirra hafði áður heyrt hana sagða. Drottningin
varð þessa vör og vildi einnig fá að heyra söguna. Leyfði konungur þá að Sturla
segði hana í sinni áheyrn. Að frásögninni lokinni flutti Sturla konungi lofkvæði
sitt. Drottningu líkaði bæði sagan og kvæðið vel en konungur lét ekki skoðun
sína uppi. Næsta dag bauð hann þó Sturlu að flytja kvæði það sem hann hafði
ort um Hákon konung og drakk konungur til hans og urðu þeir bestu vinir.
Varð Sturla hirðmaður og leitaði konungur oft ráða hans. Einnig fékk hann
þann starfa að skrifa sögu Hákonar Hákonarsonar.
Lok 2. kafla þáttarins og 3. kafli eru síðan ágrip af ævi Sturlu í Noregi og á
Islandi frá því konungur sættist við hann og allt til dauða hans.
Eins ogjoseph Harris benti á, fylgir Sturlu þáttur, a.m.k. að nokkrum hluta,
utanfararmynstrinu sem hann greindi (Harris, „Genre and Narrative Structure"
15). I Sturlu þætti er lögð áhersla á ágreininginn milli konungs og Sturlu, þ.e.
liðina ágreining/sættir, eins og vanalega er gert í utanfararfrásögnum. Hins
vegar er sagt stuttlega frá ferð Sturlu til Noregs (2. lið mynstursins) og ekki
minnst á brottför hans af konungsfundi (lið 5) að því er virðist í fljótu bragði en
líklega er einhver ruglingur í varðveislu þáttarins á þessum stað (Björn M.
Ólsen 498-99). Ekki er heldur nema að vissu marki unnt að líta á 1. kafla
þáttarins sem inngang í utanfararmynstri þar sem hann er ekki kynning á
aðalpersónunni heldur frásögn af ófriði, sem hún að vísu tekur þátt í. En
ómótmælanlega leiða þau átök til þess að Sturla fer af landi brott. Einnig er
síðasti hluti þáttarins, eftir að Sturla og konungur sættast, efnismikill en virðist
þó mega skoðast sem niðurlag í utanfararmynstri. Rétt er þó að ítreka að
þátturinn mun aldrei hafa verið sjálfstæð frásögn og það gæti skýrt hvernig
byrjun hans og endir eru.
Margar utanfararfrásagnir lýsa aðdáun á málsnilld, kveðskap og frásagnarlist
(Harris, „Theme and Genre“ 8-9). Frásagnir þessar fjalla um hvernig sögu-
hetjan öðlast hylli konungs með orðsnilld sinni. I Sturlu þxtti kemur fram
höfuðlausnarminnið. Líkt og Egill Skallagrímsson forfaðir hans bjargar Sturla
höfði sínu með skáldskap.
I upphafi Noregsdvalar er staða Sturlu veik og lítil von um breytingar til hins
betra. Eins og í allmörgum öðrum utanfararfrásögnum er söguhetjan sögð félítil
og hún verður fyrir barðinu á fordómum Norðmanna (Harris, „Theme and
Genre“ 16). Lögð er áhersla á lítillækkun Sturlu með því að gera hann að mötu-
naut Þóris munns og Erlends maga, persónugervinga græðginnar (Gunnar
Benediktsson 151-52). En með hjálp Gauts á Mel og drottningar sem trúa á
orðsnilld Sturlu og visku fær hann tækifæri til að sýna hvað raunverulega býr
í honum. Sjálfur gengur Sturla greinilega nokkuð langt til að ná hylli konungs.
Hann sýnir konungi virðingu þrátt fyrir að konungur geri einungis lítið úr
honum í byrjun. Kvæðin sem sagt er að Sturla hafi fengið að flytja voru einnig