Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 87
Sturlunga saga: Atburðir ogfrásögn
85
horfast í augu við raunveruleikann og laga sig að nýjum pólitískum kringum-
stæðum. Þess vegna er unnt að líta á Sturlu sem meðalgöngumann milli ólíkra
þjóðskipulagshátta. Sturla gerir þó kröfu til þess að konungurinn viðurkenni
mannkosti sína þegar hann gengur í þjónustu hans. Þannig hafa Sturlungaaldar-
höfðingjar getað sætt sig við yfirráð Noregskonungs á Islandi. Þeir litu á sig
sem lénsmenn hans.
R. George Thomas hefur sagt:
When Sturla Þórðarson arrived at the royal court of Norway, defeated and penniless,
with no means of gaining royal favor except his skill as a sagateller and his profound
knowledge of ancient traditions, he was enacting almost as in a parable the state of
the Icelandic nation in the last half of the thirteenth century [Thomas 29].
(Þegar Sturla Þórðarson kom til hirðar Noregskonungs, sigraður og févana, og átti
ekkert til að ná hylli konungs nema frásagnarlist sína og örugga þekkingu á fornri
sagnahefð þá sýndi hann næstum eins og í dæmisögu stöðu íslensku þjóðarinnar á
síðari hluta 13. aldar.)
Eðlilegra er að segja hreint út að Sturla fari með hlutverk í sögu, hvort kalla á
hana dæmisögu er annað mál. Sturlu þáttur fylgir frásagnarhefð í vali á efniviði,
framsetningu og inntaki. Frásagnarhefðin hefur gefið höfundinum sýn yfir
atburði á ofanverðum æviferli Sturlu.
Það er athyglivert að hvorki Þorgils saga skarða né Sturlu þáttur munu hafa
verið í frumgerð Sturlungu, þótt bæði ritin séu talin vestlensk eins og sam-
steypan og eldri en hún. Þá er fyrri hluti Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar, sem
segir m.a. frá utanferðum söguhetjunnar, ekki í samsteypunni og líklega hefur
höfundur hennar fellt úr Þórðar sögu kakala efni sem m.a. laut að konungs-
þjónustu Þórðar (sjá Jón Jóhannesson xxxii-xxxiii, xli-xliii, xlvi-xlix). Þar að
auki eru utanförum gerð lítil skil í öðrum sögum Sturlungu. Það mætti því ætla
að það hafi verið stefna höfundar samsteypuritsins að gera sem minnst úr slíku
efni og leggja þannig enn frekari áherslu á hin sorglegu endalok innanlands-
ófriðarins. Geirmundarþáttur beljarskinns, Haukdæla þáttur og aðrir viðaukar
höfundarins benda til þess að hann hafi verið óánægður með norsku konungs-
stjórnina og hefði kosið frekar að Island hefði jarl (sjá Ulfar Bragason 170-78;
sbr. Björn M. Ólsen 346-48; Pétur Sigurðsson 124-25; Tranter 228-36). Hins
vegar hefur verið dregið úr þessari tragísku sýn á atburði Sturlungaaldar þegar
Þorgils sögu og Sturlu þætti auk Jarteinasögu Guðmundar biskups og Árna sögu
Þorlákssonar var bætt við samsteypuna eins og í gerð Reykjarfjarðarbókar.
VI.
Með því að taka dæmi af Svínfellinga sögu og Sturlu þætti hef ég leitt rök að því
í þessum fyrirlestri að samtíðarsögur fylgi sömu frásagnarlögmálum og