Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 88
86
Úlfar Bragason
íslendingasögur rétt eins og W.P. Ker hélt fram. í sögunum er ekki hrúgað
saman staðreyndum heldur byggjast þær á ákveðnum frásagnarferlum, sem
Theodor M. Andersson og Joseph C. Harris hafa lýst. Það skýrir hvernig efni
er valið í sögunum, hvers vegna sumir atburðir eru taldir sögulegir og aðrir
ekki.
Einnig hef ég bent á að þær söguskýringar sem gefnar eru í sögunum og þau
viðhorf sem þar koma fram tengist frásagnarferlum þessum. I þeim sögum sem
fylgja ófriðarmynstri Anderssons kemur fram tragísk sögusýn. Hvers konar
hófleysa leiðir ógæfu yfir óhófsmennina og umhverfi þeirra. En í utanfarar-
sögum auðnast söguhetjunum að finna það mundangshóf sem leiðir til frægðar
og frama. Þær sögur enda því vel.
Af þessu er ljóst að bókmenntahefðin hafði gagnger áhrif á samtíðarsögur,
bæði formgerð þeirra og inntak. Það er því eðlilegra að segja að frásögnin hafi
skapað atburðina en atburðirnir hafi fundið sér form eins og íslenski skólinn
hefur gert.
En einmitt vegna þess að höfundarnir gátu fært samtímaviðburði í sama
frásagnarform og Islendingasögur ber Sturlunga rækilegar vitni um það hvernig
Islendingar á miðöldum hugsuðu um sjálfa sig og umheiminn en ella. Það má
gera ráð fyrir því að frásagnarlögmálin í fornsögunum eigi rætur að rekja til
áhugamála þeirra sem nutu sagnanna og þess hlutverks sem sögunum var ætlað.
En síðan hefur bókmenntahefðin vafalaust haft gagnvirk áhrif á hugsunarhátt
fólksins í landinu. Frásagnarlist í Sturlungu rýrir því ekki heimildargildi hennar.
Þvert á móti er frásagnarsnið samtíðarsagna og þema lykillinn að þessum
heimildum um Sturlungaöld.
Heimildir
Andersson, Theodore M. „ The Displacement of the Heroic Ideal in the Family Sagas.“
Speculum 45 (1970): 575-93.
— The Icelandic Family Saga: An Analytic Reading. Harvard Studies in Comparative
Literature 28. Cambridge, Mass., 1967.
— „ Splitting the Saga.“ Scandinavian Studies 47 (1975): 437-41.
Aristóteles. Um skáldskaparlistina. Þýð. Kristján Árnason. Reykjavík, 1976.
Barthes, Roland. „The Discourse of History." Þýð. Stephen Barn. Comparative Criticism 3.
Ritstj. E. S. Shaffer. Cambridge, 1981. 3-20.
— „The Reality Effect." French Literary Theory Today: A Reader. Ritstj. Tzvetan Todorov.
Þýð. R. Carter. Cambridge, 1982.
Björn M. Ólsen. Um Sturlungu. Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmennta 3.
Kaupmannahöfn, 1902. 193-510.
Culler, Jonathan. The Pursuit of Signs: Semiotics, Literature, Deconstruction. London, 1981.
Einar Arnórsson. „Hjúskapur Þorvalds Gizurarsonar og Jóru Klasngsdóttur.” Saga, 1 (1949-
53): 177-89.