Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 93
Konungsmenn í kreppu og vindtta í Egils sögu
91
Á svipaðan hátt og höfuðlandvættirnar setja svip á landvættasöguna eru það
höfuðvinirnir sem móta Egils sögu. Og þá er fyrst að nefna Ölvi hnúfu sem
gegnir lykilhlutverki í byrjun sögunnar varðandi samskipti ættar Kveldúlfs og
konungs. Olvir birtist okkur sem konungsmaður. Hann hrífst ungur af ljóma
hirðar Haralds hárfagra og vill fá Þórólf þangað, í trássi við vilja Kveldúlfs.
Undir rógi Hildiríðarsona reynir hann að bera blak af Þórólfi. Á örlagastundu
fer hann samt með konungi að Þórólfi og verður vitni að falli frænda síns og
vinar.
Afstaða konungsmannsins kemur í sjálfu sér ekki á óvart. í elstu heimildum
um germanska þjóðflokka birtist skilyrðislaus hlýðni við yfirboðara og nægir
í því sambandi að vísa til rits Tacitusar, Germaníu (14. kafla). Hins vegar er ekki
að sjá að menn séu settir í þann vanda að þurfa að velja milli vinar eða frænda
annars vegar og yfirboðara hins vegar þó að oft þurfi að velja um tvo erfiða
kosti. I lénsskipulagi miðalda boðar kenningin einnig afdráttarlausa hlýðni við
yfirmann. I riddarabókmenntum birtist víða þessi blinda hlýðni og má minna
á franska söguljóðið um Roland í því sambandi. En þó að kenningin og bók-
menntirnar hafi boðað þetta var veruleikinn stundum annar eins og gengur.
Þannig er vitað um þýskan lénsmann sem þjónaði 43 lénsherrum; varla hefur
hann séð fram á að geta hlýðnast þeim öllum á örlagastundum á sama hátt og
t.d. Egill ullserkur sem eitt sinn mælti: „Þat óttuðumk ek um hríð, er friðr þessi
inn mikli var, at ek mynda verða ellidauðr inni á pallstrám mínum, en ek vilda
heldr falla í orrostu ok fylgja hpfðingja mínum. Kann nú vera, at svá megi
verða“ (Hkr. I, Hák. s. góða, 23. k.). Þessi von rættist.
Um aðgerðaleysi Ölvis við aðförina að Þórólfi er það annars að segja að
hann velur þann kost að fylgja konungi en er ekki bundinn fastákveðinni
formúlu. Því til stuðnings skal minnt á að í Haralds sögu Sigurðssonar er dæmi
um að konungsmaður vari félaga sinn við yfirvofandi aðför (Hkr. III, Har. s.
Sig. 69. k.).
Nú verðum við að hafa í huga aðstæður í Noregi á þeim tíma þegar atburðir
eiga að gerast. I sögum leikur ákveðinn dýrðarljómi í kringum Harald sem er í
óða önn að leggja undir sig Noreg, fyrstur konunga. Ekki er fráleitt að halda
því fram að Ölvir, og Þórólfur einnig, hafi í Egils sögu blindast af þessum ljóma.
Þórólfur gengur eins og áður segir fúslega í þjónustu konungs að áeggjan Ölvis,
gegn vilja föður síns. Og norður á Hálogalandi gengur hann miklu lengra í
skattheimtu en áður hafði tíðkast, til að þóknast konungi. Þessi blindni leiðir
Þórólf í gönur eins og kunnugt er. Sams konar blinda verður Ölvi að sálarkvöl
því að hann iðrast fararinnar að Þórólfi og vill segja skilið við konung og hirð.
En „sakir íþrótta" Ölvis (skáldskapargáfunnar) vill konungur ekki láta hann
lausan en veitir honum og bróður hans, Eyvindi lamba, ákveðnar miskabætur.
En Ölvir er enn ekki sáttur við sjálfan sig. Samviska hans þvingar hann til að
þrábiðja konung að veita þeim feðgum, Kveldúlfi og Skallagrími, bætur fyrir
Þórólf. Hér nálgast stóra stundin í lífi Ölvis: Eftir að hafa loks ferígið því
framgengt að Haraldur veiti áheyrn Skallagrími og eftir hrapallegan fund þeirra