Skáldskaparmál - 01.01.1990, Qupperneq 96
94
Baldur Hafstað
Þegar Snorri tekur að skrá sögu Noregskonunga verða eðlilega fyrir honum
atvik sem valda honum umþenkingum um sögu íslands og eigið líf. Tveir menn
skulu hér nefndir sem um margt minna á þá Olvi hnúfu og Arinbjörn hersi,
reyndar svo mjög að maður lætur sér detta í hug að um bein áhrif sé að ræða,
að Snorri sé m.ö.o. að vinna úr þeim áhrifum sem konungasögur höfðu á hann
þegar hann síðar skrifar Egils sögu. Jafnvel eru orðalagslíkingar á stöku stað.
Hér er um að ræða þá Kálf Árnason og Sighvat Þórðarson en um þá er fjallað
í Ólafs sögu helga, og í framhaldi hennar, Magnúss sögu góða. Reyndar er
Erlingur Skjálgsson einnig forvitnilegur til athugunar í þessu sambandi, lendur
maður Ólafs Haraldssonar. Náfrændi Erlings drepur ármann konungs í
konungssal og bíður dauða síns. Erlingur fer á staðinn með fimmtán hundruð
manna og þvingar konung, kurteislega að vísu, til að að láta frænda sinn lausan.
Athygli vekur að þetta atvik varð ekki beinlínis til að spilla hinu tiltölulega
vinsamlega sambandi milli Erlings og Ólafs konungs. Síðar versnaði það og að
lokum stóð Ólafur yfir höfuðsvörðum Erlings. Ekki sakar að minna á að í
stórmennsku sinni eru þeir Erlingur og Þórólfur Kveldúlfsson að ýmsu leyti
líkir (sbr. t.d. Hkr. II, Ól. s. h., 22. k. og Egils s., bls. 388).
Seinna í Ólafs sögu kemur í ljós að stuðningur við frænda eða fóstbróður er
ekki talinn óeðlilegur í svipuðum tilvikum og hér var nefnt. Þegar Þorbergur
Árnason, tengdasonur Erlings Skjálgssonar, hefur ákveðið að vernda íslend-
inginn Stein fyrir reiði konungs, segir Árni bróðir hans við hann: „Undarligt
þykki mér um þik, svá vitran mann og fyrirleitinn, er þú skalt rasat hafa í svá
mikla óhamingju ok hafa fengit konungs reiði, þar er engi bar nauðsyn til. Þat
væri npkkur várkunn at þú heldir frænda þinn eða fóstbróður, en þetta alls engi,
at hafa tekizk á hendr mann íslenzkan at halda, útlaga konungs, ok hafa nú þik
í veði ok alla frændr þína“ (Hkr. II, Ól. s. h., 138. k.). Óneitanlega verður manni
við þessi orð hugsað til Egils og Arinbjarnar í Jórvík. Þorbergur er staðfastur í
stuðningi sínum við íslendinginn og beitir svipaðri aðferð og Erlingur Skjálgs-
son til að bjarga honum. Og sættir nást við konung á þá leið að þeir Árnasynir,
að undanskildum Kálfi, sverja konungi hollustueiða og heita honum að fylgja
honum innan lands og utan.
Lítum þá nánar á Kálf Árnason. Þrátt fyrir sjálfstæða afstöðu í því máli sem
nefnt var hér að ofan birtist hann skömmu síðar sem konungstryggðin upp-
máluð. Eins og Ölvir hnúfa er hann viðstaddur líflát manns sem honum er mjög
náinn: „Konungr lét Þóri taka hpndum ok setja í járn. Þá gekk Kálfr at ok bað
Þóri friðar ok bauð fyrir hann fé ... Konungr var svá reiðr, at ekki mátti orðum
við hann koma. Segir hann, at Þórir skyldi hafa slíkan dóm sem hann hafði
honum hugðan. Síðan lét konungr drepa Þóri... Kálfi þótti... mikils vert aftaka
þessa manns, því at Þórir hafði verit fóstrsonr hans í æsku“ (op. cit., 165. k.).
Kálfur er einnig viðstaddur þegar konungur lætur drepa annan stjúpson
hans, Grjótgarð, bróður Þóris. Þrátt fyrir þetta er Kálfur trúr konungi. En að
lokum lætur hann undan þrýstingi konu sinnar - Ólafur konungur hafði látið
drepa fyrri mann hennar og síðar synina tvo - og snýr baki við Ólafi og gerist