Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 97
Konungsmenn í kreppu og vinátta í Egils sögu
95
maður Hálfdanar jarls sem handgenginn var orðinn Knúti ríka. Þó að sú
ákvörðun veki samúð má segja að staðfesta á borð við þá sem við kynntumst
hjá Arinbirni í Jórvík hefði vakið meiri aðdáun hefði hún birst þegar á örlaga-
stundu stjúpsonarins Þóris.
Saga Kálfs verður dapurleg. Knútur konungur lofaði honum jarlstign en
sveik það loforð eftir dauða Ólafs. Kálfur barðist gegn Ólafi konungi og bræðr-
um sínum fjórum á Stiklarstöðum. Síðar hefur hann að vísu forgöngu um að
Magnús sonur Ólafs er tekinn til konungs í Noregi og hinn ungi konungur
verður „fóstrsonr" hans (op. cit., 251. k.). Magnús leggur þó að lokum hatur á
Kálf og hann hrökklast úr landi. Haraldur Sigurðsson hálfbróðir Ólafs verður
síðar ráðbani hans. Þetta eru örlög „dróttinssvikans". Hegðun hans er eins og
áður segir að mörgu leyti skiljanleg. En það sem gerir feril hans svo dapurlegan
er að hann sýnir ekki staðfestu gagnvart sínum nánustu á örlagastund, er blind-
ur konungsmaður - líkt og Ölvir framan af. En ólíkt Ölvi auðnast honum ekki
að bæta fyrir staðfestuleysið síðar - sem konungsmaður frammi fyrir konung-
inum. Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir það að Ólafur verði heilagur
maður og að óvinir hans séu bæði föðurlands- og guðssvikarar, virðast þeir sem
frammi fyrir honum sýndu staðfasta tryggð vinum og ættingjum, jafnvel
vandalausum, síður en svo hafa goldið þess athæfis. Snúum okkur að Sighvati
skáldi Þórðarsyni í beinu framhaldi af þessu.
Sighvatur birtist í Heimskringlu eins og sá konungsmaður sem hefur fullt
vald á aðstæðum hverju sinni og þar líkist hann Arinbirni hersi. Hann gat t.d.
gert það sem Kálfur og Þórir gátu ekki: þegið gjafir af Knúti konungi í Englandi
og verið vinur hans án þess að það bitnaði á tryggð hans við Ólaf konung enda
kemur það fram í vísu hans að hann telji það sæma sér að eiga aðeins einn drottin
í einu. Þau orð segir hann Ólafi að hann hafi mælt til Knúts þegar Knútur fór
fram á þjónustu hans. Eins og Arinbjörn getur Sighvatur þannig verið vinur
óvina konungs síns án þess að líða sálarkvalir eða falla í ónáð. Þannig var hann
„inn mesti vinr“ Erlings Skjálgssonar „ok hafði þegit gjafar af honum ok verit
með honurn" (op. cit., 176. k.). Erlingur hafði gerst maður Knúts og bruggaði
Ólafi launráð en var þá sjálfur felldur. Þrátt fyrir þetta vogaði Sighvatur að yrkja
flokk um Erling dauðan. Að því leyti er Sighvatur í betri aðstöðu en Arinbjörn
að hann er ekki á staðnum þá er Erlingur fellur, en það að þora að yrkja um hann
sýnir hug hans og hvers af honum hefði mátt vænta við slíkar aðstæður.
Sighvatur er heldur ekki við þegar Ólafur fellur á Stiklarstöðum; hann var
lagður af stað til Rómar. En eftir dauða Ólafs verður fyllilega ljóst hve Sig-
hvatur hefur metið mikils konung sinn. Skömmu eftir að hann heyrir fréttina af
falli hans hittir hann mann sem grætur konu sína dauða. Sighvatur segir þá í
vísu að dauði konungs hafi orkað meira á sig en dauði konu sinnar myndi gera.
Segja má að á þessu eina augnabliki hafi hinn fallni kóngur, hinn heilagi Ólafur,
tekið af honum stjórnina á sjálfum sér. Miklu fallegri og meira í anda Sighvats
er vísa sem hann yrkir skömmu síðar í minningu Ólafs. Þar heldur hann því
fram að hlíðar Noregs séu eftir fall konungsins óblíðari en áður.