Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 99
Konungsmenn í kreppu og vindtta í Egils sögu
97
Þegar litið er á sögu Snorra sjálfs sést að hann hefur aldrei átt vini sem hann
gat treyst á sama hátt og Egill Arinbirni. Og ekki nóg með það: Sturlungaöldin
kann ekki að segja frá ævilangri og traustri vináttu höfðingja, vináttan lét
ævinlega undan persónulegum hagsmunum manna og valdi konungs. Sturl-
ungaöldin átti sína Hildiríðarsyni. Hún hleypti upp dómum - líkt og Gunn-
hildur. (Það er einmitt athyglisvert hvað oft er í Egils sögu rætt um lög og rétt
og lögsögumenn.) Verður ekki Arinbjörn, líf hans og vinátta sem speglast í
vísunum og kvæðunum (hve gömul sem þau nú eru), hugstæður manni eins og
Snorra við slíkar aðstæður?
Snorri var sjálfur konungsmaður í kreppu að því leyti að hann þurfti að
standa á milli þjóðhöfðingja Noregs og landa sinna. Hann þurfti einnig að gera
upp á milli tveggja þjóðhöfðingja. Á kannski Skúli hertogi (sá sem Snorri
veðjaði á) eitthvað skylt við Þórólf Kveldúlfsson? (Minna mætti t.d. á róginn
um Skúla við hirð Hákonar sem fræðast má um í Hákonar sögu.) Skúli var
felldur haustið 1240.1 skugga fréttarinnar af falli hans er auðvelt að ímynda sér
Snorra fullmóta hugmyndina að Egils sögu.
Snorri hrökklaðist til Islands í óþökk Noregskonungs og sá veldi hans og
slægð grafa undan sér og Islendingum. Er furða þótt hann setjist niður og moði
úr þeim efniviði sem forn vináttukveðskapur býður upp á, ásamt hugsanlegum
arfsögnum af Borgarbóndanum sem kunni að leysa deilumál í byggð sinni af
skörungsskap en án vopna, og hélt reisn sinni gagnvart konungum? Fyrsta
hluta sögunnar lagaði Snorri að vináttuþemanu þar sem öflin tókust á: dýrð
konungs og vinátta jafningja - og hið síðarnefnda hafði að lokum betur. Og
jafnframt þessu gat hann svalað þeirri þörf sinni að skrifa um Islendinga en slíka
áráttu hafði hann þurft að afsaka í prólógusi Ólafs sögu hinnar sérstöku.
Heiðríkjan sem er yfir Egils sögu - ólíkt mörgum öðrum íslendingasögum
- er einmitt fyrir það hve traust vinir bindast. Minna má á að helstu afrek Egils
utanlands - fornaldarsagnaminnin - tengjast þakklæti hans í garð Arinbjarnar
fyrir margháttaða hjálp: Hann drap Ljót bleika og fór hina frægu Vermalands-
för til að bjarga náfrændum Arinbjarnar frá þrengingum eða bráðum bana.
Arinbjarnarkviða og vísurnar um Arinbjörn mynda hápunkt verksins. Það sem
eftir lifir sögunnar er ekkert annað en nauðsynleg sögulok, fróðleiksmolar um
snillinginn á Borg, stærð hans í samanburði við aðra (t.d. Þorstein son sinn sem
ekki gat borið vinargjöf Arinbjörns, slæðurnar). Þarna eru ellidaganir, bjartir og
tærir, blandnir nauðsynlegri meinfýsi í ætt við Óðin. Það er eins og Snorri sé að
minna okkur á að dagar hinna stóru manna á íslandi hafi endað með Agli. Slíkir
menn stóðu á æðra plani en því jarðbundna, voru með annan fótinn í goðheimi
eins og Haraldur Bessason hefur lýst í grein sinni, Mythological Overlays.
Látlaus eru síðustu orðin af Arinbirni í sögunni: „Þar féll og þá með Haraldi
konungi Arinbjörn hersir er fyrr var frá sagt“, og síðan kemur vísa Egils. Þetta
kann að virðast endasleppt, en í raun og veru var búið að segja allt. Um tryggð
Arinbjarnar við konungsfjölskylduna hafði Arinbjörn sjálfur viðhaft þessi orð
í Jórvík forðum: „Hefi eg það gert sem vert var að eg hefi engan hlut til þess