Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 103
Grettla
101
Án efa er urmull sagna af afrekum Grettis kominn í gröfina með þeim sem
þær sögðu, og fyrir utan nokkrar beinaberar örnefnasögur höfum við nú aðeins
þá Grettlu sem mun hafa verið sett saman einhvern tímann á fyrstu áratugum
14. aldar. Hún er með yngstu sögum af sínu tagi og hefur verið óstýrilát -
fræðimönnum hefur gengið illa að hemja hana í kerfi sín, skemu og byggingar-
mynstur; hún hefur líka verið afar vinsæl. I henni er meira efni samankomið en
í flestum öðrum Islendingasögum, hún er jafnt gullnáma rittengslasinnum sem
þjóðháttafræðingum sem allir þykjast sjá í henni nokkra staðfestingu kenninga
sinna.
Grettla er löng. Hún er full af þjóðsagnaefni og hefur það ekki allt hlutverk í
framvindu sögunnar; í skóggangi Grettis er lítil stígandi, þar eru sagðar sögur
af honum sem varpa engu ljósi á lokaörlög hans. Sá sém drepur hann að lokum
er kynntur seint til sögunnar og aðdragandi vígsins er stuttur og án samhengis
við aðra þætti sögunnar, sem undirstrika ýmist gæfuleysi Grettis eða verndara-
hlutverk hans gegn meinvættum. Þeir tveir eðlisþættir hans mætast aðeins einu
sinni í sögunni. Það er í hápunkti hennar, viðureigninni við Glám. Annars
staðar er þeim haldið aðskildum. Heimur manna og heimur trölla skarast ekki.
Grettir ráfar þar á milli.
Grettis saga er saga Grettis - fremur en til dæmis Njáls saga er saga Njáls.
Hún er sem sé meiri persónusaga en aðrar Islendingasögur. Hún hefur því
sérstöðu meðal þeirra og lýtur öðrum lögmálum um byggingu og frásögn. Hún
er um útlaga sem á í deilum vegna skapgerðarbresta sinna og ranginda annarra.
Hér eru það ekki ættir sem takast á um eignir og völd heldur er þetta ein-
staklingur í andstöðu við gjörvallt samfélagið. Hann er útlagi og deilurnar
fylgja því ekki óskráðum og skráðum lögum þess. Þær smita lítt út frá sér, hér
er enginn goði sem dregst inn í deilurnar af skyldurækni eða ábatavon;
höfðingjarnir gegna hér hlutverki Pílatusar hver á fætur öðrum hvað sem líður
ættgöfgi Grettis. Hann stendur einn andspænis vættum og mönnum, sú er
bölvun hans, ef undan eru skilin lokaárin þegar Illugi er honum til halds og
trausts. Heild sögunnar - eining hennar - helgast einvörðungu af persónu hans,
hann tengir saman hið fjölskrúðuga efni sem ella væri æði laustengt. Og þegar
hann er ekki á sviðinu - í upphafs- og lokaþætti - er það engu að síður hans
persóna sem mótar aðra persónusköpun: áar hans í upphafi og bróðir í lokin
eru fyrst og síðast gangandi andstæður skapgerðar hans og ævikjara, hófsamir
gæfumenn.
Samt hefur Grettla á sér hjúp ættarsögunnar og byggingarsnið hennar - það
eru hlutföllin í sögunni sem eru óvenjuleg. Gróflega má skipta henni í þrjá
hluta: fyrst er 10 kafla forleikur þar sem segir af þeim mönnum í Noregi sem
„eigi nenna að gerast konungsþrælar“; síðan kemur meginsagan, að undan-