Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 104
102
Gubmundur Andri Thorsson
gengnum milliþætti, hún nær yfir 71 kafla og segir frá ævi Grettis - og að
lokum er svo eftirmáli þar sem hans er hefnt og hefnandi lifir lífi sem er í einu
og öllu andstæða lífshlaups Grettis.
íslendingasögur eru almennt byggðar upp á misjafnlega tengdum þáttum og
þær hafa gjarnan einhvern forleik í Noregi. Þessir þættir eru oft þess eðlis að
þeir gætu staðið alveg sjálfstæðir. Þannig minna sumir þættir af utanför
hetjunnar og viðskiptum við kóng og hans hyski oft mikið á íslendingaþætti
sem eru sjálfstæðar smásögur. Hið sama gildir um hinn óhjákvæmilega forleik
- oft lifa persónur þar svo sjálfstæðu lífi og atburðarás er svo margbrotin, að
þeir gætu staðið einir sér og óstuddir af meginsögunni: þar er að finna upphaf
flækju og lausn, persónusköpun, eftirminnileg samtöl, spennu - flest það sem
svona saga þarf á að halda. Egils saga er fyrirmyndardæmi um hvernig slíkur
forleikur getur bæði þjónað til þess að hlaða trausta undirstöðu undir það sem
síðar kemur og staðið sem sjálfstæð frásögn.
Þegar litið er á forleik Grettlu - Onundar þátt tréfóts - í þessu sambandi
vekur það eftirtekt hve dauflegur hann er, einkum í allri persónusköpun. Hann
er vissulega alllangur og fullur af orrustugný og vopnabraki, en frásögnin orkar
á lesanda allt að því áhugalaus í sínum flata hlutlægnistón. Nú er það alkunna
að höfundar íslendingasagna lýstu aldrei inn í persónur sínar heldur sýndu þær
í athöfn og orði, auk þess sem þeim fylgdu fastbundnar formúlur til lofs eða
lasts þegar þær voru kynntar til sögunnar: „mikill og sterkur" og svo framvegis.
Það fer eftir mikilvægi persónunnar í sögunni hversu nákvæmur og blæbrigða-
ríkur þessi frumuppdráttur er. En þegar Onundur tréfótur er kynntur til sög-
unnar fær hann þá einkunn eina að hann hafi verið „víkingur mikill“ og síðan
undir lok sögu hans að hann hafi „fræknastur verið og fimastur einfættur maður
á íslandi“ (Bls. 963). Og þetta ágæta lof staðfestir hann vitaskuld í athöfn, gengur
drengilega fram í bardaga þegar það á við, og reynist slægur og ráðagóður,
raunsær og heillyndur eftir að hann missir fótinn. Hann er gæfumaður.
Hann er samt sem áður einkennilegur burðarás frásagnar því ekki er í sögunni
haft eftir honum eitt einasta tilsvar. Hið eina sem eftir honum er haft í beinni
ræðu er dróttkvætt, þurfi hann eitthvað að tjá sig kveður hann sem sé vísu.
Með öllum sínum mannkostum er Önundur tréfótur þannig furðu fjarlæg
persóna: samanbitinn og veðurbarinn víkingur sem er skjótur til höggsins og
tjáir sig aðeins dróttkvætt. Það lifnar hins vegar nokkuð yfir sögunni þegar
sviðið færist hingað til Islands og við tökum að nálgast Gretti. Þorgrímur hæru-
kollur afi hans er minni víkingur en langafinn Önundur, en jafnframt mann-
legri. Hann er höfðingi og vissulega enginn veifiskati, en fyrst og fremst er lögð
áhersla á að hann sé „búsýslumaður mikill og vitur maður“ (bls. 963). Um leið
og Þorgrímur tekur við keflinu af Önundi breytist allt yfirbragð sögunnar og
það er engu líkara en að höfundur hætti að skrifa bara upp úr Landnámu og fari
að semja. Þessi skil verða í 11. kafla þar sem Þorgrímur og bræður hans eru
kynntir til sögunnar. I þeim kafla er ágætt dæmi um stílbragð sem Carol Clover
kallar „simultaneity", en það er þegar tvennum sögum fer fram samtímis og