Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 105
Grettla
103
höfðu miðaldahöfundar ýmsan hátt á að leysa úr því. Þeir lengra komnu
iðkuðu gjarnan að skipta um svið allt í einu þegar eitthvað spennandi var í
aðsigi og reyndu þannig að vekja eftirvæntingu hjá lesanda. Hér er þessu
stílbragði beitt á fágaðan hátt svo úr verður dálítil skrýtla. Blauður húskarl er
sendur til að drepa Þorgrím út af deilum um land og rekavið. Hann leggur af
stað og þá víkur sögunni til Þorgríms sem er að fara að róa til fiskjar í býtið og
hefur leðurflösku með drykk á baki sér. Síðan kemur hann heim þegar myrkt
er orðið, húskarl situr fyrir honum og heggur með öxi sinni svo svakkar í. Um
leið og húskarl birtist er sjónarhornið orðið hans. Það fylgir honum í nokkra
klukkutíma þar sem hann fer til húsbónda síns og segir víg Þorgríms og er
allhræddur. Þá fyrst er farið aftur á hinn staðinn og afturábak um nokkra
klukkutíma og nú kemur í ljós að öxin hafnaði í flöskunni. 5
Hér er höfundur farinn að leika sér með frásagnarbrellur og nýr og mikil-
vægur þáttur hefur bæst við söguna og á eftir að fylgja henni út: gamansemi.
Kaflar 11-14 þar sem segir frá Þorgrími og síðan Ásmundi hærulang, eru milli-
kaflar sem tengja saman hinn dauðyflislega forleik og meginsöguna - koma
henni af stað ef svo má segja. Þessir menn varpa þó ekki ýkja miklu ljósi á þann
furðumann sem á eftir að ríkja, en samt verður vart viðleitni til þess. Ásmundur
líkist föður sínum í spekt og búsýsluhæfileikum en hefur þó á sér fremur
meinleysisleg Grettiseinkenni í æsku: „Ásmundur vildi lítt vinna, og var fátt
með þeim feðgurn" (bls. 976). Það rætist hins vegar fljótt úr honum, hann fer
utan og mannast þar, kemur heim og gerist búhöldur.
I 14. kafla hefst svo annar hluti sögunnar sem breytir snarlega um svip því nú
tekur allt að snúast um Gretti og skrautleg uppátæki hans. Sagan fyllist
skyndilega og fyrirvaralaust af málsháttum sem flestir eru lagðir Gretti í munn,
og lesandi sperrist í sæti sínu því atferli Grettis lýtur öðrum lögmálum en
annarra manna; hann er óútreiknanlegur, neitar að iðja nokkuð, fuðrar upp sé
honum ögrað, er meinyrtur og bellinn. Lögð er rækt við útlitslýsingu hans og
dvalið við prakkarastrikin og í samræðu hefur hann jafnan síðasta orðið.
Þeir kaflar sem rekja lífshlaup Grettis skiptast í smærri einingar. Sé litið á
einskæra atburði sögunnar og sviðskiptingar má skipta henni í fimm þætti.6
1. þáttur gerist á Islandi og segir af æsku Grettis og uppvexti fram að þeim
tíma er hann sextán ára vegur mann og er gert að vera utan í þrjá vetur. Þetta eru
kaflar 14-16. Grettir er þarna óráðinn að ýmsu leyti en mest ber þó á neikvæð-
um eiginleikum í fari hans: leti, ofstopa, illkvittni - í umgengni hans við skepn-
ur örlar á kvalarlosta. Það glittir í kolbítsmótífið en höfundur hefur þróað það,
gætt það lífi. Þegar sem barn verður hann að eiga sér einhvern óvin, eitthvað að
berjast við og faðir hans lendir í því að taka það hlutverk að sér. Þetta vísar fram
í tímann: þörfin að vera í andstöðu við aðra.