Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 111
Grettla
109
Nú er sjónarhorni snarað yfir á bónda, síðan á Gretti, loks aftur á Glám sem
leggur skyndilega og fyrirvaralaust til atlögu: eftir kyrrstöðuna er ferð hans inn
eftir skálanum kraftmikil og ofsafengin og hann þrífur fast í feldinn, en allt er
fast; hann hefur hitt ofjarl sinn. I bardaga þeirra sem fer á eftir er allt hratt og
snöggt, hreyfingin gengur fram og aftur með brauki og bramli - lýsingin
einkennist af hreyfingu og dynkjum í myrkrinu þar til Glámi tekst að draga
Gretti út fyrir, þá fellur hann og Grettir ofan á. Um leið er komið í grátt ríki
Gláms. Ský rekur frá tungli og draugurinn formælir hetjunni.
Þátturinn af Glámi er þannig býsna íburðamikill, uppbygging hans er ein-
stök í sögunni, þetta er hápunktur hennar. Eftir hann breytist sagan, verður
hægari og krókóttari. En hvað sem líður útúrdúrum stefnir hún að nýju risi sem
er meira í anda hins hefðbundna hápunkts íslendingasagna, eins og Theodor M.
Andersson hefur lýst honum.9 Hann hefur greint byggingu Grettlu og sett í
skema sitt um almenna byggingu íslendingasagnanna og telur hápunktinn
aðeins einn í samræmi við aðrar sögur: víg Grettis. Hér verður hins vegar litið
á það sem seinna ris sögunnar - enda hæpið að telja Grettlu selda sömu lög-
málum um byggingu og ættarsögur - nokkurs konar aukaris sem ekki er jafn
mikið lagt í og hið fyrra. Það hefst þegar fóstra Þorbjarnar Onguls er kvödd til,
illt afl og ónáttúrulegt af sama tagi og var að verki í fyrra risinu. Um leið og hún
er komin í spilið eykst hraði frásagnarinnar og er lítt dvalið við annað en það
sem að frásögninni lýtur. Andersson hefur greint sviðsetningu atburða sem
leiða til hápunkts í 12 liði og telur hann þetta gilda um allar íslendingasögur:
1. Vitneskja berst um ástand og ástæður hetju.
2. Hernaðaráætlun.
3. Fyrirboðar.
4. Viðvaranir.
5. Njósn berst um ferð óvina.
6. Hetja gerir lítið úr hættu.
7. Hjálp hafnað.
8. Hetjuleg tilsvör.
9. Hreystiieg framganga í lokin.10
Þetta mynstur Andersson á ekki sérlega vel við víg Grettis og aðdraganda þess,
því þarna er gert ráð fyrir því að unnið sé á hetjunni með ögn sæmilegri hætti
en hér er - maðurinn er nánast drepinn með rúnum á rekavið og rækilega er
undirstrikað að enginn mannlegur máttur fær sigrað hann, hinn verðugi and-
stæðingur hetjunnar sem gert er ráð fyrir er ekki til.
En þetta seinna ris sögunnar hefur samt á sér einstök einkenni þess há-
punkts íslendingasagna sem Andersson hefur lýst. Frásagnartæknin er svipuð
og eflaust mótuð af hefðinni. Hún byggir, eins og oft áður í sögunni, á fimlegri
beitingu sjónarhorns, hröðum sviðskiptum: Grettir er sár og veit að um er að
kenna forneskju og að hann má búast við árás. Hann leggur því hart að þræl