Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 112
110
Gubmundur Andri Thorsson
sínum að gæta vel stigans upp í eyna. Þá er skipt yfir á meginlandið þar sem
Öngull safnar liði. Hann heldur af stað og báturinn nálgast eyna. Klippt:
Grettir á dánarbeði sendir þrælinn út að gæta stigans en hann sofnar. Klippt:
Þorbjörn kemur að eynni og sér að hún er óvarin, prílar upp, segir að illt sé að
eiga þræl að einkavin og sjónarhornin tvö mætast svo í vígi Grettis.
En þó að Grettir sé allur, á höfundur ýmislegt ógert. Hann á eftir að finna þeim
ummælum Sturlu Þórðarsonar stað að Grettis hafi verið hefnt í Miklagarði, og
hann á eftir að sýna og sanna að menn geta verið gæfusamir þótt rýrir séu hand-
leggir. Hann hefur þegar lagt drög að þessu í 41. kafla þar sem Grettir og
Þorsteinn drómundur ræðast við og spáð er um væntanlega hefnd. Ekki eru
allir fræðimenn sérlega sáttir við þetta framhald sögunnar. W.P. Ker talaði um
„the sagas imbecile continuation“n og Carol Clover þykir þessi þáttur ekki
beinlínis talandi vottur um næmi höfundar fyrir fagurfræðilegri einingu.12
Höfundi virðist sem sé fyrirmunað að hætta þegar honum er það hollast, því
eftir að Þorsteinn hefur hefnt Grettis liggur ekkert á því að binda slaufu á allt
sama og þakka fyrir sig; meiri ævintýri bíða, aðdáendum Grettis til nokkurrar
skapraunar. Tónn sögunnar og stílsblær er ólíkur því sem réð ríkjum í megin-
frásögn, allt er hér með kurteisu bragði, tökuorð skjóta upp kollinum og kristi-
legum fjálgleik bregður fyrir sem nær hámarki í skyndilegri iðrun Drómundar
og fylgikonu hans eftir nítján ára alsælu. Minni úr Tristrans sögu um tvíræðan
eið skýtur upp kollinum eins og fræðimenn þreytast ekki á að benda á: klækur-
inn er sá hinn sami og þar, en það er nokkur munur á aðferðinni og dular-
klæðum. Hvaðan sem höfundur hefur haft þetta er það vísast úr einhverri
útlendri sögu og þarf ekki að vera verra fyrir það, ef til vill hefur hann unnið
sjálfstætt úr Tristrans sögu, eða haft fyrir sér annað afbrigði sagnarinnar - leiðir
mótífanna geta verið býsna krókóttar og óvæntar. Þetta minni um tvíræðan eið
frúarinnar hefur ekki síst valdið því að menn hafa viljað úthýsa Spesar þætti úr
Grettlu og telja að hér sé prjónað útlendri tískusögu aftan við rammíslenskt
efni. Það sem styður þessa skoðun er yfirbragð þáttarins - Grettir færi seint að
fela sig ofan í kvenmannskistli fyrir einum eiginmannsræfli; ástarfar er hér
siðfágað, virðist helst felast í þrálátum söng Drómundar fyrir Spes og er
ákaflega ólíkt ruddalegu kvennafarinu á Gretti sem þrífur til griðkvenna þegar
sá gállinn er á honum. Þorsteinn drómundur forðast átök í lengstu lög eftir að
hann hefur gert skyldu sínu og drepið Öngul, hann beitir frekar kænsku. Menn
hugsa þá sem svo að sami maður hefði varla farið að semja svo gjörólíka þætti.
En þessar andstæður styðja raunar þá skoðun að allt sé þetta ein heild. Það
fer ekkert á milli mála að Spesar þáttur er á ýmsan hátt tengdur meginsögunni.
Þetta hlýtur að enda á því að Þorsteinn drepur Öngul í Miklagarði, það hefur
áður verið tilkynnt. Þegar hann er kynntur til sögunnar í 13. kafla segir að hann