Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 113
Grettla
111
hafi verið „raddmaður mikill", en það virðist nokkuð út í loftið - og afar
óvenjulegt í Islendinga sögu - að tilgreina það ef raddstyrkurinn á ekki eftir að
koma neitt meira við sögu - sem gerist einmitt í Spesar þætti þar sem hljóðin í
Drómundi verða honum til lífs. Eiginlega virðist eitt leiða af öðru í þættinum:
úr því að Drómundur drepur Ongul hlýtur honum að verða varpað í dýflissu.
Raddstyrkurinn hlýtur að koma honum þaðan út því enginn sér hann, og það
er eðlilegast að kona hrífist af röddinni. Sú kona hlýtur að vera af háum stigum
úr því hún getur snarað svona fram fé. Hún hlýtur að vera vargefin svo ást
hennar á Drómundi sé verjandi ... Og svo framvegis. Sagan spinnst áreynslu-
laust áfram - og allt hefur verið undirbúið strax í 13. kafla.
Paul Schach hefur bent á það sem hann hefur kallað kontrapunktísk tengsl
Spesar þáttar við kafla 39 þar sem Grettir á að fara að bera járn til að sanna
sakleysi sitt af því að hafa brennt Þórissyni viljandi inni.13 Grettir hefur ekki
hemil á sér gagnvart púkanum og neyðist til að hverfa aftur til íslands þar sem
útlegð bíður hans. Ólafur konungur talar þunglega til Grettis um hve mikill
ógæfumaður hann sé. Það er einmitt Þorsteinn drómundur sem Grettir fer
síðan að finna og Þorsteinn segist munu hefna bróður síns, hvað sem gildleika
handleggja líði. Grettir hafði fróman ásetning þegar hann hugðist gangast undir
prófraunina, en ógæfa hans er þvílík að úr verður nítján ára útlegð á íslandi.
Nítján ára böl. Þorsteinn drómundur og Spes hafa ekkert fróman ásetning
þegar hún gengst undir sína prófraun, en gæfa þeirra er þvílík að úr verður
nítján ára sambúð. Nítján ára sæla. Þar til þau iðrast og ganga í klaustur.
Höfundur er enn að leika sér að andstæðum bræðranna. Tengslin eru auðsæ.14
Spesar þáttur hefur fylgt Grettlu svo lengi sem við höfum spurnir af og
sennilega réttast að fara að sætta sig við að hann sé þarna. Hann hefur greinileg
þematísk tengsl við sögu Grettis. Meginþema hennar er andstæða gæfunnar og
gjörvileikans hjá Gretti, gæfuleysi þess sem lætur stjórnast af hetjulund í stað
þess að fara að réttum reglum samfélagsins, ófarir drenglunduðu hetjunnar sem
kann ekki á klækina. Allt þetta skerpir saga Drómundar til muna, gæfa hans
sem vart er einleikin. í þessu ljósi verður tvíræður eiður Spesar ekki aðeins
útlend tískusaga eitthvað að villast, heldur lífrænn hluti sögunnar.
Hermann Pálsson segir í bók sinni Grafizt fyrir um Grettlu rætur:
Við getum /.../ talað um þrenns konar merkingu eða gildi Grettlu, eftir því hvort við
tökum hana sem lýsingu á fornum atburðum (sagnfræðileg merking), eða á svipaða
lund og við njótum annarra listrænna og skemmtilegra frásagna (skáldskapargildi),
ella þá sem dæmisögu um góða og illa hegðun (siðfræðigildi). Vitanlega eru þessir
þrír þættir svo haganlega slungnir saman, að venjulegur lesandi greinir ekki á milli
þeirra.15