Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 121
Góðar sögur eða vondar
119
Fyrsta frásagnarbragðið í upptalningu Anderssons er eining, hver saga er ein
heild.
Það á ágætlega við Þórðar sögu því þegar innganginum sleppir, þar sem
varpað er ljósi á hreysti Þórðar og harðfengi og skýrt hvers vegna hann flytur
til Islands, má telja að sagan myndi röklega einingu. Það er teygt nokkuð úr
einstaka frásagnarþáttum, t.d. björgun Eiðs (2013) og Borgarfjarðarförinni
(2017-19), en þeir eru samt nauðsynlegir í sögunni. Sörla þáttur nálægt lokum
sögunnar er eiginlega eini þátturinn sem mætti missa sig (2042-43).
Næsta atriðið hjá Andersson er framvinda, að eitt leiði af öðru.
I fyrri hluta sögunnar ber hver þáttur í sér kím þess næsta. Eftir dráp
Sigurðar slefu fer Þórður til Islands. Þar hefjast ýfingar hans og Skeggja sökum
kappsemi þeirra beggja en sættir komast á í bili þegar Sigríður, systir Þórðar, er
heitin Ásbirni, frænda Skeggja. Fúlmennska Orms, bróður Ásbjarnar, leiðir til
þess að Þórður drepur hann og þá verða Skeggi og Ásbjörn að hefna hans. Það
mætti hugsa sér að fella niður þætti Össurar og Sörla, þ.e. þann hluta sem gerist
í Skagafirði, en þar kynnist Þórður Ólöfu á Miklabæ og þangað flytur hann úr
Miðfirði í lok sögunnar. Nokkrir smákaflar eins og knattleikur Þórðar og
Ásbjarnar (2015-16), Sköfnungsdeilan (2041-42) og sumar vísur Þórðar mega
teljast innskot í meginsöguna sem ráða litlu eða engu um framvinduna en
hnykkja á mannlýsingunum. Mörg dæmi eru um smáinnskot af slíku tagi í
klassísku Islendinga sögunum.
Þriðja atriðið er stigmögnun.
Lítið er um slíkt í sögunni en þó er sýnilegt að síðari viðureignir Þórðar við
Skeggja eru hættulegri en þær fyrri. I fyrstu hverfur Skeggi jafnan frá og ekki
kemur til vopnaskipta en síðar berjast þeir (2023, 2037, 2039, 2040).
Frestun er fjórða atriðið.
Frestun er beitt nokkrum sinnum í Þórðar sögu. I Borgarfjarðarförinni er
langt þref um skikkju sem er til að byggja upp forsendu fyrir bardaga, sem á
eftir fylgir, en virkar líka frestandi með því að draga vopnaskiptin á langinn
(2017-18). Á undan bardaganum við Indriða (2026) talar Þórður við fylgdar-
mann sinn og yrkir vísu. Þar með frestast bardaginn um sinn. Enn eitt dæmi eru
orðaskiptin og kveðskapur Þórðar þegar Skeggi sækir hann heim á Miklabæ
(2036-37).
Þá er komið að samstæðum og andstæðum.
Höfundur Þórðar sögu hefur ágæt tök á slíku. Til dæmis má taka orðaskiptin
þegar Þórður bjargar Eið Skeggjasyni úr Miðfjarðará. Þegar frásögnin hefst er
Þórður við smíðar niður við ána:
„Og er kom að jólum sendi Skeggi mann til Þorkels á Sanda og bauð honum
til jólaveislu og húsfreyju hans. Bað hann og að sveinninn Eiður skyldi fara