Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 125
Góðar sögur eða vondar
123
orðum hans. Þetta fólk allt notar orðaforða þeirra persónugerða sem það
tilheyrir.
Orðfæri Skeggja og Þórðar er undantekning að nokkru leyti. Þórður er raun-
ar bardagahetja og líkist hinum görpunum um margt. Hann er þó allhagur í orð-
um, bregður fyrir sig orðtökum og líkingamáli (2023,2026,2028,2036 og 2039)
og ósvífnum bityrðum (2023,2026,2036-37). Orðfæri hans er þannig að nokkru
leyti persónubundið. Það á vel við að láta Þórð „kasta“ orðum á Skeggja (2023).
Skeggi talar jafnan af hógværð og talsmáti hans er á stundum svolítið upp-
hafinn. Hann eys ekki stóryrðum eins og Þórður og hefur ekki um hann verri
orð en að kalla hann „ofsamann“ (2013). Þessi yfirvegaði talsmáti er í samræmi
við aldur hans og höfðingjastöðu.
Um vísurnar skal þess eins getið að þær eru notaðar í sögunni að hefð
Islendinga sagna, svo sem til sönnunar, til að fresta átökum, sem liðir í samtali
eða til að lífga upp á frásögnina.
Frásagnarfyrirhyggja
Stundum í íslendinga sögunum eru gefnar vísbendingar fram í tímann og er þá
ekki átt við forspár eða forboða heldur bendingar til hluta sem síðar koma fram.
Þetta er oft gert af mikilli íþrótt í sögunum8 og bregður aðeins fyrir í Þórðar sögu.
Þegar Gamli gefur Þórði saxið segir hann honum að gefa það engum „...
nema þú eigir höfuð þitt að leysa“ (2009) og þetta er nánast endurtekið þegar
Þórður gefur Eið saxið og hann segir að Eiður muni verða lífgjafi sinn (2014).
Það rætist líka því Eiður bjargar oftsinnis lífi Þórðar eða gengur á milli hans og
föður síns (sbr. 2018, 2023, 2037, 2039, 2040 og 2041).
Sagt er frá því að Ormur hafi verið heygður í Miðfjarðarnesi (2023) og
Þórður vísar til þess í orðaleik þegar hann mætir Indriða á Vatnsskarði skömmu
síðar: „Og er þeir fundust frétti Indriði hvað Orm dveldi. Þórður segir og kvað
Orm hafa keypta sér staðfestu á Miðfjarðarnesi“ (2026).
Þegar afráðið er að Þórður dveljist á Miklabæ segist Þórhallur skulu vera
honum trúr og bætir við: „Má eg halda tungu minni um hérvist Þórðar“ (2028).
Daufur endurómur þessara orða heyrist þegar Þórhallur segir Össuri hvar
Þórður sé áður en lokaviðureign þeirra hefst (2034).
Þetta er því enn eitt þeirra frásagnarbragða klassísku sagnanna sem höfundur
Þórðar sögu hefur á valdi sínu.
Vísað til skynfæra
l
Stundum er sjónarhorn frásagnar tengt persónu og horft nánast með hennar
augum. Þetta er oftast gert þegar einhverjir ókunnir menn koma aðvífandi eða
eitthvað nýtt ber fyrir augu.