Skáldskaparmál - 01.01.1990, Qupperneq 139
Göngu-Hrólfur á galeiðunni
137
Hrólfur undan honum báða þjóhnappana, svo að þeir loddu við í knésbótum. Dró
hann þá slóðann eftir sér og hljóp beljandi upp í fylking Eiríks konungs, svo að allt
hrökk undan. Drap hann með því margan mann.
Hrólfur og Stefnir neyttu þessa og þeirra menn, höggva nú og leggja hvern mann
er fyrir varð. Féll nú unnvörpum lið Eiríks konungs. Röndólfur gáði ekki hvað fyrir
var og hljóp á Brynjólf, svo að hann féll á bak aftur með merkið og komst með
nauðum á fætur og flýði síðan. En er menn Eiríks konungs sjá merkið fallið, þá flýði
hver einn. En er Eiríkur sér það, flýr hann sem aðrir til borgarinnar, en þeir Hrólfur
og Stefnir ráku flóttann og drápu hvern er þeir náðu. Varð þá svo mikið mannfall að
varla má tölu á koma. Röndólfur hljóp út á ána og drekkti sér, en Eiríkur konungur
og þeirra lið er undan komst, byrgðu sig inni í borginni, og lauk með því orrustu. Var
þá komið að kveldi.211
Gáskinn snýst oft upp í háð og léttar hártoganir eins og þá sem vitnað var í um
skipti Grxms ægis og félaga við þá ofan úr Jötunheimabyggðum, eða hæðnistón
í algengum klisjum eins og þegar sagt er um berserkinn Tryggva og hyski hans;
„...fóru þeir hermannlega og rændu byggðir, en drápu menn og rændu fé öllu er
þeir náðu.“21 Þessi setning er háð, því sagan er einmitt í nokkurri andstöðu við
hernaðarbrölt af þessu tagi. Hernaður Hrólfs er til þess að ráða niðurlögum
berserkja. En gamalmennið Þorgnýr, sem húkir öllum stundum á haugi konu
sinnar, strengir þess heit að eignast þá stúlku er hárið var af, þegar Hreggviður
hafði í svölulíki flutt það til Jótlands. Þá segir sagan: „öllum þótti mikil heit-
strengingin, og horfði hver til annars.“22 Hver maður sér að Þorgnýr mun ekki
frelsa stúlkuna og að hún er frá upphafi ætluð Hrólfi, enda ekki dregin dul á
það. Annars er þetta algengt í fornaldarsögum, að örvasa gamalmenni ætli sér
ungar konur.
Háðið hverfist óneitanlega yfir í gagnrýni á persónu Hrólfs til að byrja með,
þegar hann lýsir yfir sterkri andstöðu við víkingahugsjónir föður síns, þolir
ekki blóð, liggur í leti á skipi Jólgeirs, eins og Grettir á skipi Hafliða, er alla tíð
til baka, en lætur þó alltaf til leiðast að uppfylla hlutverk hetjunnar, þótt það sé
honum óljúft. Hann stóð utan við víkingahefðina, hann vann sér fé og frama án
arfs eða vopna frá föður sínum, hann fór meira að segja vopnlaus að heiman. Að
þessu leyti minnir hann mjög á Gretti, sem einnig var hlédrægur og vildi láta
taka sér eins og hann var. Hann er alltaf að nokkru leyti í andstöðu við hefðina,
þótt hann sé lagaður að henni, ögn afbrigðilegur. Hann dregur í efa hin hefð-
bundnu gildi fornaldarsagnanna. Þessi hetjumanngerð hefur víðara og marg-
ræðara merkingarsvið heldur en hinar sléttari hetjur. Kolbítar hafa til dæmis
fjölþættari félagsleg tengsl og geta leyft sér fleira.23 Þess vegna henta þessar
hetjur vel til að bera fram efasemdir og gagnrýni, hver á sinn hátt, og þeir
höfundar sem beita þessum strákum fyrir sig eru ekki allir þar sem þeir eru
séðir. Þeir villa á sér heimildir rétt eins og Göngu-Hrólfur, Grettir og Án bog-
sveigir. Þeir draga fram eða afhjúpa alla tvöfeldni, misræmi ytra borðs og inn-
viða.
Það mætti því í stuttu máli tala um tvo meginþætti sem eru áberandi í