Skáldskaparmál - 01.01.1990, Qupperneq 142
140
Viðar Hreinsson
fræðilega útgáfa sögunnar. Feitletruðu setningarnar eru lesháttur úr öðru handriti, AM 589f
4to, en þær hljóða svo í útgáfu Guðna, bls. 174: „Eigi hirði ég að draga menn eftir mér, til
þess að þeir sjái af sonum yðrum. Mér mun og ekki orusta heyra, því að ég þori eigi manns-
blóð að sjá.“
3 Sbr. Peter Hallberg: „Some aspects of the Fornaldarsögur as a Corpus", Arkiv för nordisk
filologi 97, Lund 1982, bls. 1- 35.
4 Sbr. áðurnefnda grein Guðrúnar Bjartmarsdóttur.
5 Um hefðbundin formgerðareinkenni fornaldarsagnanna má lesa í grein eftir Ruth Righter-
Gould, „The Fornaldar sögur Norðurlanda: A structural analysis". Scandinavian Studies
Vol. 52 nr. 4, 1980, bls. 423-441.
6 Líklega hefur Helga Reuschel verið einna fyrst til að meta þetta mikilvæga atriði að verð-
leikum, í bókinni Untersuchungen iiber Stoff und Stil der Fornaldarsaga. Buhl 1933. Þar
segir hún m.a.: „Zum Wesen der Fas. gehört eben dass sie die verschiedenen Strömungen in
sich aufnimmt.“ (bls. 10)
7 Hér mætti nefna hugtak frá Rússanum Mikhail Bakhtin, á ensku kallast það „hybridi-
zation“, þegar félagslega ólík mál rekast á og blandast innan afmarkaðrar tjáningarheildar og
móta hana á sinn hátt. I frásögnum getur þetta komið fyrir ýmist ómeðvitað eða meðvitað
sem tæki höfundar. Slík vitund er ein af meginforsendum skáldsagnaritunar. Það getur því
verið nokkur mælikvarði á frásagnarþroska fornsagna, á hvern hátt sögumenn steypa efnivið
sínum saman í eina heild, þegar hann er af margvíslegum toga. Þó er þess ekki að vænta að
höfundarnir leiki sér beinlínis að sjálfu málinu. Sjá Mikhail Bakhtin: The Dialogic Imagi-
nation. Four Essays. Texas 1981, bls. 358 og áfram.
8 Hugmyndina um þessi mímetísku þrep hef ég úr merku riti eftir Paul Ricoeur, Temps et
Récit frá 1983. Ég nota ensku þýðinguna Time and Narrative, Chicago 1984, einkum fyrsta
bindi, bls. 3-87. Meginhugmynd Ricoeurs er sú að frásagnarlist sé tæki manna til að
bregðast við þeim þversögnum sem verða á vegi manna þegar þeir hugleiða tímann. Hann
skiptir mímesishugtakinu í þrjú stig, áþekk hinum hefðbundna túlkunarhring og þau mynda
einskonar hringrás háða tímanum. Hið fyrsta sdg er sá fyrirframskilningur sem við höfum
á öllum mannlegum athöfnum í tíma, hið annað er hin eiginlega frásögn sem byggð er upp
út frá fyrirframskilningnum og hið þriðja er endurgerð skilningsins í viðtöku verka. „We are
following therefore the destiny of a prefigured time that becomes a refigured time through
the mediation of a configured time“ (bls. 54). Oll þessi stig eru virk í sérhverri frásögn, en
hringnum er ekki lokað, hann er gormlaga því fyrirframskilningurinn er breyttur þegar upp
er staðið. Með því að breyta aðeins áherslum Ricoeurs má segja að eldri sagnarit og íslend-
ingasögur séu trúrri endurgerð þess sögulega veruleika sem þær fást við, bundnari fyrir-
framskilningi á veruleikanum miðað við hinar yngri sögur, þegar sagnaritunin er eiginlega
búin að fara einn hring í gorminum! Þar með eru höfundarnir komnir í meiri og meðvitaðri
fjarlægð frá viðfangsefninu og sú fjarlægð er bókmenntalega frjó. Þess háttar fjarlægð hefur
Ricoeur fengist við í ritgerð sem á ensku heitir „The hermeneutical function of
distanciation", í bókinni Hermeneutics and the Human Sciences, New York 1981, bls.
131-144.
9 I óútgefinni doktorsritgerð sinni, The Quests in the Fornaldarsögur Norðurlanda, Ulster
1982, segir Rosemary Power á bls. 312 að formálinn sé „a mock attempt to provide a factual
background for the events of the saga, and an apology for it as a literary work“. Um þessi
efni og þennan formála má einnig lesa víða í doktorsriti Sverris Tómassonar, Formálum
íslenskra sagnaritara á miðöldum, Reykjavík 1988.
10 Sjá ritgerðina „Forms of Time and the Chronotope in the Novel“ í The Dialogic Imagi-
nation, bls. 84-258.
11 Jón Helgason: Handritaspjall, Reykjavík 1958, bls. 74.
12 Göngu-Hrólfs saga, bls. 182.