Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 144
Landafræði og flokkun fornsagna
TORFI H. TULINIUS
Þegar söguhetjurnar flytjast milli landa eða landssvæða breytist frásagnarháttur
íslenskra fornsagna oft mjög mikið.1 Gunnar frá Hlíðarenda eða Kjartan Ólafs-
son fara til Norðurlanda og þá sækir frásagnarform ævintýrisins svo sterkt að
höfundum Brennu-Njáls sögu og Laxdæla sögu, að þeir væru næstum búnir að
gifta þessar hetjur útlendum hefðarkonum og láta þá þiggja mikið ríki af hendi
erlendra konunga, væri ekki nauðsynlegt að flytja þá heim aftur til að harm-
leikurinn geti haldið áfram. I Grettis sögu breytir frásögnin svo gjörsamlega um
svip, þegar Þorsteinn drómundur, bróðir Grettis, fer til Miklagarðs til að hefna
hans, að menn hafa freistast til að halda því fram að sá þáttur sögunnar, sem
oftast er nefndur Spesar þáttur, sé viðbót síðari tíma manna, þó ekkert bendi til
þess í varðveittum handritum sögunnar, og þó að þátturinn falli annars ágætlega
að innra samhengi sögunnar.2 I sögu sinni berst Björn Hítdælakappi við dreka,
gengur á hólm við berserki og er gestur helstu tignarmanna á meðan hann er
erlendis. Þegar heim kemur taka nágrannakrytur við af glæsilegum bardögum
við víkinga og dreka.
Eitt einkenni margra fornsagna er því að eðli frásagnarinnar breytist þegar
skipt er um sögusvið. Það er líkast því að landafræðin hafi áhrif á frásögnina,
sem virðist mótast með ákveðnum hætti af því í hvaða landi atburðirnir gerast.
Þennan eiginleika langar mig til að athuga nokkru nánar og skoða á hvern hátt
hann tengist þeim vanda að flokka fornbókmenntirnar. Þess vegna hef ég kallað
þessa tölu mína Landafræði ogflokkun fomsagna, en ég mun leitast við að svara
tveimur spurningum: Hvaða hlutverki gegnir landafræðin í fornsögunum?
Hvað segir þetta hlutverk okkur um innbyrðis tengsl hinna ýmsu tegunda forn-
sagna.
Sögusvið er aðeins eitt atriði af mörgum í hinu flókna samspili margvís-
legra þátta sem einkennir hverja sögu. Breytingar á sögusviði eru samt sem
áður mjög umfangsmikið athugunarefni, því þær eru algengar og geta verið
með margvíslegu móti. I Islendinga sögum flyst sögusviðið t.d. milli héraða,
og hefur þetta atriði verið notað óspart til að freista þess að öðlast vitneskju
um hver höfundur tiltekinnar Islendingasögu getur hafa verið með því að
kanna þekkingu hans á staðháttum. Eins má flytja sögusviðið milli ólíks um-
hverfis innan sama héraðs. Það sem gerist upp á jökli í Bárðar sögu Snœfellsás,
SKÁLDSKAPARMÁL 1 (1990)
142