Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 145
Landafræði og flokkun fornsagna
143
eða á heiðum úti í Grettis sögu, lýtur öðrum lögmálum en það sem fram fer í
byggð.
Eg ætla að einskorða athugun mína á sögusviðinu við tvennt: Annars vegar
mun ég skoða hvernig einstakar sögur breytast eftir því sem söguhetjurnar færa
sig úr einu landi í annað. Hins vegar ætla ég að athuga hvernig unnið er úr
frásagnarþáttum, sem eiga heima á tilteknu sögusviði, þegar þeir eru færðir yfir
á annað.
I upphafi mun ég einblína á tvær sögur sem eru fremur ungar, Víglundar
sögM3, sem er Islendingasaga, og Samsons sögu fagra4, en hún er frumsamin
riddarasaga. Síðan mun ég reyna að skoða lítillega hvort - og á hvern hátt -
niðurstöður mínar geti átt við aðrar og eldri fornsögur.
Víglundar sögu vel ég vegna þess að hún hefur þá sérstöðu meðal Islendinga
sagna að vera rómansa að forminu til. Hún sækir söguþráð sinn að flestu leyti
til tveggja fornaldarsagna, og flytur það inn á sögusvið Islendinga sagna.
Athugun mín á með öðrum orðum að leiða í ljós hvað gerist þegar rómansan er
flutt heim.
Samsons sagafagra er merkileg fyrir þær sakir að í sögunni miðri flyst frá-
sögnin sunnan af sögusviði riddarasagna norður á söguslóðir fornaldarsagna,
með tilheyrandi breytingum á eðli frásagnarinnar. Sögurnar eru hvorugar hátt
skrifaðar og má vera að það sé vegna þess að þær blanda saman því sem kallað
hefur verið ólíkar bókmenntategundir. En það er ef til vill vegna þess að þær eru
slík blanda að tegundareinkennin koma þar skýrar fram en í öðrum fornsögum.
Áður en ég sný mér að þessum tveimur sögum mun ég fjalla nokkuð um
flokkunarfræði bókmennta, einkum með tilliti til vandans að flokka forn-
sögurnar.
Allt frá dögum forn Grikkja hafa menn leitast við að finna réttu aðferðina til
að flokka bókmenntir, án þess þó að fundin hafi verið lausn sem allir una við.
Ég tel tvær skýringar koma til greina. Önnur er sú að bókmenntir - og nánar
tiltekið hvert bókmenntaverk - eru í sjálfu sér flókin fyrirbæri, sem auk þess
eru í margbrotnu sambandi við veruleika sem er enn flóknari. Hin er sú að
bókmenntir breytast ört, og kerfi sem nota má til að flokka bókmenntir frá einu
ákveðnu tímabili eða úr einum tilteknum menningarheimi, eru gagnslaus þegar
reynt er að nota þau til að flokka bókmenntir frá öðru tímabili eða annarri
menningu.
En hvers vegna er þá verið að fást við að flokka bókmentir, úr því það er
svona erfitt? Hvaða tilgangi getur það þjónað? Nægir ekki að lesa og njóta?
Þegar bókmenntafræðingur á í hlut hlýtur svarið að vera neitandi. Fræðileg um-
fjöllun um hvað sem er byggir á sundurgreiningu og flokkun, eins og sjá má ef
við tökum dæmi úr annarri fræðigrein. Jarðfræðingurinn sem fæst við að flokka
eldstöðvar greinir hverja eldstöð með tilliti til vissra þátta, t.d. hvort kvikan sé
súr eða basísk, hvort um sprungugos eða gos á einu opi sé að ræða, hvort gosið
hafi undir jökli eða undir berum himni. Eldstöð sem myndast við basaltgos á
einu opi og undir jökli heitir móbergsstapi en dæmi um slíka eldstöð er Herðu-