Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 151
Landafræði og flokkun fornsagna
149
Landafræðin kemur að því leyti við Samsons sögu, að til að ná fram ákveðnum
áhrifum notar höfundur hennar vitneskju njótenda um bókmenntakerfið, þ.e.
að ýkjusögur úr norðri eru öðruvísi en ýkjusögur úr suðrinu. Skoðum nú hvað
landafræðin getur sagt okkur um Víglundarsögu. Hún er talin með yngstu
Islendingasögum, frá seinna helmingi 14. aldar. Hún hefur varðveist á enn yngri
handritum, og getur þess vegna verið frá 15. öld. Ekki hefur Víglundar saga
notið mikið álits til þessa, en er helst þekkt fyrir einstaka snotrar vísur, svo sem
þessa:
Stóðum tvö í túni.
Tók Hlín um mig sínum
höndum, hauklegt kvendi,
hárfögr og grét sáran.
Títt flugu tár um tróðu,
til segir harmr um vilja.
Strauk með drifhvítum dúki
drós um hvarminn ljósa.
Víglundar saga hefur ytri tegundareinkenni Islendingasagna. Sögusvið og tími
eru Island og Noregur á dögum Haralds hárfagra, og sagan greinir frá átökum
milli nágranna. Samt sem áður gengur hún einhvern veginn ekki upp sem
Islendingasaga. Hugsanleg skýring er að söguþráðurinn er að mestu leyti
fenginn að láni úr tveimur fornaldarsögum, Þorsteins sögu Víkingssonar og
Friðþjófs sögu frrekna. Þetta frásagnarmynstur er algengt í rómönsum, þ.e.
riddarasögum og fornaldarsögum, og felst í því að bræður vilja ekki að systir
þeirra eigi þann sem hugur hennar hneigist til, en sá lendir í hörðum átökum
við bræðurna, vegur þá en eignast samt sem áður systur þeirra.
Landafræðin kemur því öðruvísi við Víglundar sögu en Samsons sögu. í
síðarnefndu sögunni er farið milli sögusviða, en í hinni fyrrnefndu er frá-
sagnarmynstur flutt af upprunalegu sögusviði inn á nýtt. Mér þykir Víglundar
saga einmitt forvitnileg fyrir það hvernig höfundur hennar breytir þessu
frásagnarmynstri úr fornaldarsögum þegar hann flytur það inn í umhverfi
Islendingasögu. Því er spurt: Hvernig fer höfundurinn að því að fella þetta frá-
sagnarmynstur að heimi Islendingasögunnar? Hvernig verður þetta frásagnar-
mynstur að umbreytast, þegar það er fært úr stað í bókmenntakerfinu? Hvað
gerist, með öðrum orðum, þegar rómansa er færð heim til íslands?
Til að lesandi Víglundar sögu fari að túlka söguna sem Islendingasögu
„merkir“ höfundur hennar hana sem slíka. Það gerir hann með því að setja inn
í hana ýmis tegundareinkenni þeirra sagna en fjarlægja að sama skapi teg-
undareinkenni fornaldarsagna og riddarasagna, sem ekki lúta beint að sögu-
þræðinum. Of langt mál væri að tíunda öll tegundareinkennin sem hann vélar
með, en þau eru æðimörg. Verður hér látið nægja að nefna þau helstu.
Fyrst ber að nefna sögusviðið, sem auðvitað er Island, síðan það að sagan