Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 153
Landafræði og flokkun fornsagna
151
veru, sem situr í vinstra framsæti, víðast hvar í heiminum, en í hægra fram-
sætinu á Bretlandseyjum.
Sem betur fer er þetta ekki svo. Annars þyrfti að hafa mann á launum í
nokkrar vikur til að skrifa skýrslu um hvert einasta umferðaróhapp og þá þyrfti
ekki að spyrja nánar að launakostnaði ríkisins, sem allir sjá ofsjónum yfir.
Lögregluþjónninn getur reitt sig á að varðstjórinn viti, hvað bifreið sé - kunni
meira að segja umferðarreglurnar -, því þarf hann aðeins að greina frá atvikum
árekstrarins í skýrslunni.
Bókmenntir eru ólíkar lögregluskýrslum að því leyti að þær leiða lesendur
sína inn í margs konar heima, þar sem ekki gilda alltaf sömu lögmálin. Þegar við
segjum börnum okkar söguna af Rauðhettu, leiðum við þau inn í heim þar sem
úlfar tala og fólk lifir af langa dvöl í meltingarvegi óargadýrs. Þessi heimur er
vitaskuld ekki til í raun og veru, en hann er einn af „mögulegum heimum“
Ecos.
Þó við lifum daglega í raunheiminum, þá vitum við öll af fjölmörgum
„mögulegum heimum". Við þekkjum heim álfasagnanna, heim rauðu ástar-
sagnanna, heim Derricks í sjónvarpinu, svo aðeins örfá séu nefnd. Oll þekkjum
við hina mörgu heima fornsagnanna. Höfundar bókmennta, sem eru flóknari
en sögur handa börnum og lögregluskýrslur nota hina fjölmörgu „mögulegu"
sagnaheima til að auka og dýpka þá merkingu sem þeir vilja koma á framfæri
við njótendur verka sinna. Til að skilja þetta nægir að hugsa um lykilrómana.
Lykilróman missir gjörsamlega marks, ef lesandinn hefur ekki aðgang að þeim
heimi raunveruleikans sem heimur rómansins vísar í undir rós. Til gamans má
geta þess að hin svokallaða ævisögulega aðferð í bókmenntarannsóknum er
náskyld túlkun á lykilrómönum þar sem hún byggir á því að lesandinn, í þessu
tilfelli bókmenntafræðingurinn, afli sér vitneskju um raunheim höfundarins,
þ.e. æviatriði hans, til að túlka skáldheim þeirra bókmenntaverka sem þessi
höfundur hefur samið.
Frægasta dæmi þess að höfundur noti „mögulegan heim“ til að stýra túlkun
lesandans á þeim heimi, sem settur er á svið í bókmenntaverkinu, er vitaskuld
Don Kíkóti frá Mancha, þar sem merking verksins verður til við það að Don
Kíkóti, sem telur sig hrærast í heimi riddaralegra hetjudáða, er sífellt að reka sig
á heldur óriddaralegan raunheim.
Hugmyndir Ecos um notkun „mögulegra heima“ bókmenntakerfisins - eða
táknkerfisins, sem bókmenntakerfið er hluti af-, til að skýra samspil höfundar
og lesanda eru mjög gagnlegar til skilnings á innbyrðis tengslum bókmennta-
greina. Sagan af Don Kíkóta væri t.d. óhugsandi í bókmenntakerfi þar sem ekki
er líka bókmenntagreinin rómansa. Lesendur Cervantés hefðu ekki skilið hvað
hann var að fara, hefðu þeir ekki kunnað skil á minnst tveimur heimum: raun-
heiminum og heimi riddarasögunnar. Til að skapa merkingu verksins, notfærir
hann þann eiginleika bókmenntakerfisins að það þrífst á andstæðum, á sama
hátt og málkerfið. Málkerfið byggir á andstæðum merkingum ólíkra orða, en
bókmenntakerfið þrífst á andstæðum eiginleikum ólíkra bókmenntategunda.