Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 155
Landafrœði og flokkun fornsagna
153
þeirra, þ.e.a.s. hversu vel og á hvern hátt form orðræðnanna endurspegla form
raunveruleikans.
Til að skýra betur hvað hann á við með þessu, segir Auden að í öllum bók-
menntum - og þá bókmenntum í sem víðasta skilningi - takist á tvö öfl, eða
tvenns konar viðleitni höfundar. Auden var skáld, því persónugerði hann þessi
öfl, annars vegar sem skáldið og hins vegar sem sagnfræðinginn. Það má því finna
hinum ýmsu bókmenntategundum stað á eins konar ási sem liggur milli skáldsins,
formviðleitni hans eða ástar á táknmyndinni, svo notað sé hugtak úr tákn-
fræðinni, og sagnfræðingsins, sannleiksviðleitni hans eða ástar á táknmiðinu18.
Þessi hugtök gera honum kleift að skýra sérstöðu Islendinga sagna, sem
bókmenntategundar, og á hvern hátt megi telja þær til raunsæisbókmennta, og
nýtist honum þá samanburðurinn við samtíðarsögurnar. íslendinga sögurnar
endurspegla ákveðinn veruleika ritunartíma þeirra, en þar sem fjallað er um
fortíðina er leyfilegt að sækja í heim skáldskaparins til að skipa þessum löngu
liðnu atburðum í ákveðið listrænt form. íslendinga sögurnar væru því þetta
millistig milli sannleiksviðleitni og formviðleitni, sem við köllum í dag
raunsæisskáldsögu. En heimur skáldskaparins, þjónaði því hlutverki í
bókmenntakerfinu að vera eins konar forðabúr frásagnarmynstra, sem gerðu
höfundinum kleift að stýra túlkun njótenda á sögunni.19
Formviðleitnin væri sem sé sterkari í því sem Auden nefnir aðeins skáldskap,
en ég hygg að hann eigi þar við eddukvæði, fornaldarsögur og riddarasögur.
Sannleiksviðleitnin væri hins vegar ríkjandi í samtíðarsögum, en þetta stríðir
engan veginn á móti þeirri hugmynd að höfundar samtíðarsagna hafi notfært
sér frásagnarformgerðir úr skáldbókmenntum til að segja sögur sínar. Skáld-
skapurinn hefur ávallt ljáð sagnfræðinni frásagnarform en á þrettándu öld hafði
sagnfræðin ekki þróast eins langt sem endurspeglun raunveruleikans og nú,
ekki síst á síðustu áratugum, þegar æ fleiri svið raunveruleikans hafa orðið
sagnfræðingum að rannsóknarefni.
í íslendinga sögum þjóna „mögulegir heirnar" því hlutverki að dýpka
merkingu þeirra. Þetta sýnir skyldleika þeirra við skáldsögur, því einn eiginleiki
skáldsagna er að færa hetjur og frásagnir úr „frummyndaheimi“ goðsagna og
hetjusagna niður í heim raunveruleikans. „Fyrsta" skáldsagan, sagan um Don
Kíkóti, er augljóst dæmi um þetta.
Ég tel það vera árangursríka leið til skilnings á íslendinga sögunum að skoða
þær í samhengi við það bókmenntakerfi sem þær eru hluti af, eins og Auden
gerir, þ.e. sem bókmenntir þar sem frásagnarmynstur úr heimum skáldbók-
mennta eru notuð til að stýra túlkun höfunda og njótenda sagnanna á frá-
sögnum af löngu dánu fólki. Þau gefa þessum frásögnum form og þar af
leiðandi merkingu.20
Þessi frásagnarmynstur geta verið fengin úr hetjukvæðum Eddu, eins og t.d.
í Laxdœlu eða Gísla sögu, þar sem harmsöguleg örlög Sigurðar, Brynhildar,
Guðrúnar Gjúkadóttur og bræðra hennar stýra túlkuninni. Einnig geta þau
komið úr goðakvæðunum eins og t.d. í Víga-Glúmssögu og ákveðnum þáttum