Skáldskaparmál - 01.01.1990, Qupperneq 157
Landafræði ogflokkun fornsagna
155
fræðin gegndi í fornsögunum og í öðru lagi hvað þetta hlutverk landafræðinnar
segði okkur um hina ýmsu flokka fornsagna og innbyrðis tengsl þeirra.
í sem stystu máli, gegnir landafræðin því hlutverki að opna glugga yfir í aðra
sagnaheima. Með því að flytja persónu úr Islendingasögu í land, sem er tengt
hetjusögum í hugum njótenda sagnanna, skapar höfundurinn andstæður milli
hugsanlegra örlaga persónunnar í „mögulega heimi“ hetjusögunnar, hvort sem
það var fornaldarsaga eða riddarasaga, og „raunverulegra" örlaga hennar í Is-
lendingasögunni. Þessar andstæður skerpa skynjun njótenda á afdrifum sögu-
persónanna.
Hvað varðar seinni spurninguna, þá varpar hlutverk landafræðinnar í
einstökum sögum ljósi á innbyrðis tengsl hinna ýmsu flokka fornsagna.
Höfundarnir nota þekkingu njótenda sagnanna á öðrum sagnaflokkum til að
gæða verk sín dýpri merkingu. Þeir notfæra sér möguleika bókmenntakerfisins
á sama hátt og þeir nota möguleika málkerfisins. Þetta er ein af ástæðunum fyrir
því að ekki er hægt að hugsa sér íslendingasögur eins og Grettis sögu eða
Brennu-Njáls sögu, nema að gera ráð fyrir því að þegar hafi verið fyrir hendi
hetjusögur á borð við fornaldarsögur Norðurlanda eða riddarasögur.
Tilvísanir
1 Keld Gall Jergensen, Álfrún Gunnlaugsdóttir og Örnólfur Thorsson hafa lesið fyrir-
iesturinn yfir eftir að hann var fluttur og þakka ég þeim margar gagnlegar ábendingar. Allt
sem miður kann að þykja er eftir sem áður á ábyrgð höfundar.
2 Um þetta atriði sjá erindi Guðmundar Andra Thorssonar í þessu sama riti.
3 Stuðst er við útgáfu Braga Halldórssonar, Jóns Torfasonar, Sverris Tómassonar og Örnólfs
Thorssonar: Islendinga sögur ogþœttir /-///, Svart á hvítu, Reykjavík, 1987 (bls.
1957-1986).
4 Stuðst er við útgáfu Bjarna Vilhjálmssonar: Riddarasögur, I-VI, íslendingasagnaútgáfan,
Haukadalsútgáfan, Reykjavík, 1954 (III. bls. 345-401).
5 Sigurður Nordal: Um íslenzkar fornsögur, Árni Björnsson þýddi, Mál og menning,
Reykjavík, 1968 ( bls. 14 o. áfr.).
6 M.I. Steblin-Kamenskij: Heimur Islendingasagna, Helgi Haraldsson þýddi, Iðunn,
Reykjavík, 1981.
7 Sverrir Tómasson: Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum. Rannsókn bókmennta-
befðar. Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, Rit 33, Reykjavík, 1988 (einkum bls. 181 o.
áfr.)
8 Stuðst er við útgáfu Guðna Jónssonar: Þiðreks saga af Bern /-//, íslendingasagnaútgáfan,
Reykjavík, 1954 (bls. 6).
9 Theodore M. Andersson: The Icelandic Family Saga: An Analytic Reading, Harvard Studies
in Comparative Literature, 28, Harvard University Press, Cambridge Mass., 1967.
10 Jesse L. Byock: Feud in the Icelandic Saga, University of California Press, Berkeley, Los
Angeles, London, 1982, og Medieval Iceland, University of California Press, Berkeley, Los
Angeles, London, 1988.