Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 161
Þögnin mikla
159
eru varðveittar í yfir 50 handritum, og ein, Nítíða saga, í tæplega 70, og er hún
því án efa vinsælust allra íslenskra sagna. Samt var hún óútgefin þangað til
Agnete Loth tók hana með í Late Medieval Icelandic Romances árið 1965.5
3.
Riddarasögurnar hafa þó ekki reynst jafnvinsælar meðal bókmenntafræðinga;
raunin er sú að á þær er varla minnst í helstu yfirlitsritum í bókmenntasögu.
I Norges og Islands litteratur inntil utgangen av middelaldren6 eftir Fredrik
Paaske t.a.m., er ekki orð um frumsömdu riddarasögurnar, og það sama gildir
um kafla Thorkild Damsgaard Olsens „Den Hoviske litteratur“ í Norron
fortœlleknnst.7 I sinni stóru bókmenntasögu, sem spannar yfir 1700 bls., fjallar
Finnur Jónsson um frumsömdu riddarasögurnar á aðeins 20 bls.8 Þar rekur
hann söguþráð nokkurra þeirra og nefnir fáein athyglisverð minni sem koma
fyrir. Sumsstaðar leggur Finnur nokkurs konar mat á sögurnar; um Bærings
sögu t.a.m., stórmerkilega sögu fyrir margra hluta sakir, hefur hann eftirfarandi
að segja: „Som helhed er sagaen lidet interessant og æmnet meget almindeligt.“9
Það sama má segja um Altnordische Literaturgeschichte eftir Jan de Vries,
tveggja binda verk, yfir 900 síður í allt; þar er einn kafli, aðeins fimm síður, um
frumsömdu riddarasögurnar, og aðeins 12 þeirra eru nefndar á nafn.10
Bókmenntasaga Stefáns Einarssonar er tæplega 500 síður í íslenskri útgáfu;
þar eru tíu síður um allar sögurnar, þýddar jafnt sem frumsamdar.11
I bók Sigurðar Nordal, Sagalitteraturen, sem birtist í ritröðinni Nordisk
kultur, eru aðeins örfáar línur um frumsömdu sögurnar. Þær lýsa þó vel afstöðu
fræðimanna til þessara sagna, afstöðu sem hefur orðið að eins konar heilagri
kennisetningu og kemur fram aftur og aftur, oftast í lítt breyttri mynd. Nordal
segir:
„Þessar sögur eru yfirleitt með afbrigðum ófrumleg og fátækleg smíði, en í þeim
finnast þó, auk lánsatriða frá þýðingum, sem voru til, farandminni af ýmsu tagi og
einstaka skemmtileg tilfyndni. Á þeim eru yfirleitt sömu annmarkar og yngstu
fornaldarsögum og nokkrir í tilbót þó, svo sem tilgerðarlegra og hroðvirknislegra
málfar, meiri tilfinningavella og málskrúð í lýsingum. Hin elzta og bezta þessara
sagna, (Bragða) Mágus-saga (jarls), er til í eldri og yngri (lengdri og endurgerðri)
mynd, og ekki er víst hvort sú eldri er norsk eða íslenzk. Annars er ókleift að telja
þessar sögur hér upp. Margar þeirra eru án efa frá 14. öld, en haldið var áfram að
semja sögur í svipuðum dúr langt fram eftir öldum.“12