Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 163
Þögnin mikla
161
saga fóts, sem Knut Liestol taldi að væri „millom dei beste i sitt slag“,22 er
reyndar svo lík fornaldarsögunum að eina ástæðan fyrir því að hún er ekki talin
til þeirra beint er að sögusvið hennar er utan Skandinavíu. Einnig vill svo
undarlega til að þær sögur sem ekki hafa fengið beinlínis niðrandi umsögn eru
einmitt sögur um hetjur sem bera rammíslensk nöfn eins og Vilhjálmur og
Sigurður.
J5.
Augljóst er að þetta viðhorf til íslenskrar bókmenntasögu er ekki eingöngu reist
á fagurfræðilegum grundvelli; varla þarf lengur að benda á það að hin mikla
áhersla sem lögð var á Islendingasögurnar hafi haft pólitískan tilgang, og að skoða
beri allar kenningar Nordals og annarra í ljósi sjálfstæðisbaráttunnar. Blómaskeið
sagnaritunar var á þjóðveldisöld, lokum þess fylgdi bókmenntaleg hnignun,
endurvakningin kom með sjálfstæðisbaráttunni. Sögur eins og riddarasögur
hentuðu ekki þeirri mynd sem menn vildu hafa af menningarsögu Islands. Bók-
menntasagan og hin pólítíska saga landsins urðu að vera eitt, og líkt og hungur,
lús, og dönsk yfirráð, voru riddarasögurnar best gleymdar.
En nú eru það ekki eingöngu Islendingar sem ekki hafa getað séð neitt annað
fyrir ljóma íslendingasagna, langt frá því. Hvað vakir t.d. fyrir manni eins og W.
P. Ker, sem hélt því fram í lok 19du aldar að Islendingasögurnar hafi ekki ein-
ungis verið hápunktur íslenskra miðaldabókmennta, heldur miðaldabókmennta
almennt. Skoðanir Kers á riddarasögunum voru ekki síður afdráttarlausar, en
hann hélt því fram að þær væru „among the dreariest things evermade by
human fancy.“23 Varla er það af patríótískum ástæðum sem Ker heldur þessu
fram.
Mat af þessu tagi er fyrst og fremst fagurfræðilegt. En á hverju byggja menn
slíkar skoðanir? Hvernig getum við sagt að ein saga sé betri en önnur, eða að ein
tegund bókmennta sé betri en önnur? Á endanum hlýtur svarið að vera: af því
að okkur finnst það bara; en af hverju finnst okkur það?
Reyndar held ég að Ker svari þessu sjálfur að einhverju leyti, alla vega hvað
álit útlendinga snertir, því í beinu framhaldi af því sem ég vitnaði í áðan segir
hann:
The conventional form of the Saga has none of the common medieval restrictions of
view. It is accepted at once by modern readers without deduction or apology on the
score of antique fashion, because it is in essentials the form with which modern
readers are acquainted in modern story-telling; and more especially because the
language is unaffected and idiomatic, not ‘quaint’ in any way, and because the
conversations are like the talk of living people.24
íslendingasögurnar eru m.ö.o. betri en aðrar tegundir miðaldabókmennta af
því að þær eru líkari nútíma skáldverkum. Ég held að það að íslendinga-
11