Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 164
162
Matthew James Driscoll
sögunum svipi til nútíma skáldsagna hafi skipt töluverðu máli. Hér kemur
aðallega til hið fræga „objektivitet" Islendingasagna sem féll nákvæmlega að
kenningu margra bókmenntafræðinga á fyrstu áratugum þessarar aldar um
að höfundur ætti að „sýna“ frekar en að „segja frá“.25 En hitt hefur líka haft
sitt að segja, að Islendingasögur eru auðveldari aflestrar en t.a.m. Beowulf
eða Roman de la Rose, ekki síst þegar þær eru komnar í Penguin útgáfum.
Ekki má heldur gleyma því að utan Skandinavíu höfðu langflestir þeirra sem
„uppgötvuðu“ íslenskar bókmenntir á 19du öld klassískan bakgrunn.
Margir breskir húmanistar urðu Islandsvinir á 18du og 19du öld. I bréfi til
skáldsins Robert Southey frá árinu 1811 lýsir einn slíkur, Walter Savage Landor,
hrifningu sinni; þar segir hann m.a.:
The Romans are the most anti picturesque and anti poetical people in the universe.
No good poem ever was or ever will be written about them. The North opens the
most stupendous region to genius. What a people were the Icelanders! what divine
poets! /.../ Except Pindar’s, no other odes are so high toned. I have before me, only
in the translation of Mallet’s Northern Antiquities, the ode of Regnor Lodbrog [þ.e.
Krákumál]... What a vile jargon is the French! ‘Nous nous sommes battu a coups
d’epées’!! [þ.e.a.s. Hjoggum vér með hjörvi]26 There is one passage I delight in. ‘Ah,
if my sons knew the sufferings of their father..., for I gave a mother to my children
from whom they inherit a valiant heart’ [úr 26. versi]. Few poets could have
expressed this natural and noble sentiment.“ 27
Hér er auðvitað verið að tala um kveðskap en ekki fornsögur, en orð Landors
lýsa vel þeim sinnaskiptum sem margir þessara frumherja norænna fræða tóku.
Á 18du og 19du öld voru margir Evrópumenn þreyttir á hinu ofur fágaða
þjóðfélagi þess tíma og þóttust finna í Islendingasögunum hið sanna, hið
upprunalega; mannkyn óspillt af evrópskri menningu, „the noble savage“. Það
kemur því ekki á óvart þó slíkt fólk vildi síst af öllu finna hér á landi fjölda
sagna af rómönskum uppruna.
6.
Hinn margrómaði knappi stíll íslendingasagna er líklegast það sem fellur
nútíma lesanda best í geð. Hvernig gátu þeir sagt svona margt í svo fáum
orðum? „Replikerna kan falla med ödesmáttad tyngd och skárpa“, segir Peter
Hallberg,28 en manni dettur í hug hvort ekki kunni eitthvað af þessari „þyngd
og skerpu“ að vera frá lesandanum sjálfum komið. Það minnir á manneskju sem
maður sér í samkvæmi sem segir lítið og heldur sig utan við. Það fáa sem slík
manneskja segir getur virst vera hlaðið merkingu; en oft, þegar maður reynir að
kynnast slíkri persónu betur finnur maður flatneskju þar sem maður átti von á
dýpt-
Þessi berangurslegi stíll Islendingasagnanna passaði líka vel við og átti á sama