Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 166
164
Matthew James Driscoll
14du öld eitt handrit þeirrar gerðar sem talin er vera eldri, virðist mér sem þessi
tímasetning gerðanna byggist aðallega á því að stíll eldri gerðar líkist mjög stíl
íslendingasagna, því var hún talin vera frá því um 1300. Ártalið 1350 er hins
vegar þannig til komið að smekkur manna á að hafa breyst um þetta leyti, og á
hin gerðin, sem er lengri og orðmeiri, að vera í samræmi við þennan nýja smekk.
Islenskir vinir mínir segja mér að þótt stíll riddarasagnanna sé e.t.v. skemmti-
legur, sé hann einhvern veginn ekki íslenskur, að það sé alltaf þessi erlendi blær.
En gæti ekki hugsast að þessi tilfinning íslendinga fyrir því hvað er íslenskt og
hvað ekki eigi rætur sínar að rekja til móðurmálskennslu í skóla, þar sem þeim
er kennt að stíll íslendingasagna sé einmitt íslenskur og annað ekki? í Sýnishók
íslenskra bókmennta, sem átti að vera, eða skapa, nokkurs konar „great tradi-
tion“ í íslenskum bókmenntum, og var, a.m.k. til skamms tíma, undirstöðurit í
íslenskukennslu í skólum, er aðeins að finna tvö brot úr frumsömdum riddara-
sögum. Annars vegar einmitt kafli úr eldri gerð Mágus sögu og svo örlítið brot
úr Konráðs sögu keisarasonar, sem einnig er til í tveimur gerðum, og er
sömuleiðis talin með elstu, og bestu, riddarasögunum vegna þess hversu íslensk
hún er í stíl.32 Á hinn bóginn er ég hræddur um að ef allt það efni sem skrifað
var hérlendis (í óbundnu máli) frá 1200 til 1750 væri skoðað þá kæmi í ljós að
stærstur hluti þess væri ekki eins „íslenskur“ og það sem haft er í Sýnisbókinni.
En hvað sem því líður þá má segja að bæði íslendingar og útlendingar hafi
unnið saman við að skapa munstrið sem enn er við lýði: hinar upprunalegu,
gömlu, hreinu, germönsku íslendingasögur annars vegar, og hinar ungu,
erlendu og tilgerðarlegu riddarasögur hins vegar.
7.
Enn vantaði þó svar við einni einfaldri spurningu: Hvernig gátu íslendingar,
þjóð sem hafði staðið á hátindi miðalda frásagnarlistar, allt í einu orðið svo
hryllilega smekklausir?
Þessu velti bandaríska fræðikonan Margaret Schlauch fyrir sér í fyrsta kafla
bókar sinnar Romance in Iceland (London, 1934). Schlauch var einna fyrst til
að gefa frumsömdu riddarasögunum gaum, og bók hennar er enn að mörgu
leyti besta ritið um þær. Hún var hins vegar ekki í nokkrum vafa um yfirburði
íslendingasagna, en lygisögurnar segir hún að séu „lamentably inferior to the
older type of narrative." Hún segir svo:
Many writers have speculated on this amazing revolution in literary taste. It is as if
a modern realistic novel dealing with contemporary American civilization were
suddenly to introduce dragons, incubi, trolls, and vampires as seriously credible
personages. The impression is just as incongruous if one turns from the austere
simplicity of the Laxdæla saga to a phantasmagoria such as the Gibbons saga ok
Gregu. It is difficult to believe that the same nation should have produced and
apparently delighted in both within a comparatively short period.33