Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 176
174 Ástráður Eysteinsson
einstaklingum - og samkvæmt kenningum Foucaults er það raunar nánast
þannig sem við setjum höfundinn á svið í huga okkar.
III
Höfundurinn er „stofnun" í þeim skilningi að nafn hans vísar á ákveðna merk-
ingarmiðstöð, það er trygging fyrir allskyns reglufestu, eignarhaldi á vissum
hlutum, áhrifum á aðra, það er meginatriði í samanburði - umsögn eins og „hér
er kominn nýr Laxness“ mundi kalla á sterk viðbrögð margra. Þannig er nafnið
mikilvægt þegar skýra þarf aðferðir minna þekktra höfunda. Þekkt höfundar-
nafn er leiðandi fyrir allan skilning á hefðarveldi (,,kanónum“) í bókmenntum
og þekktur höfundur getur haft mótandi áhrif á framgang ýmissa bókmennta-
verka innan viðkomandi bókmenntakerfis, til dæmis sem þýðandi, útgefandi,
eða sem áróðursmaður með eða gegn ákveðnum höfundum eða verkum. Slík
verk tengjast þá jafnframt „höfundargildi“ þessa höfundar, en eins og Foucault
bendir á getur það gildi verið meginatriði þótt höfundurinn sjálfur sé í auka-
hlutverki. Við erum sífellt að sækja okkur eitthvað til slíkra höfunda-stofnana
til að styrkja eigin orðræðu, hvort sem við viðurkennum það eða ekki; þannig
er ég nú að bregða fyrir mig Frakkanum Foucault. Meðal íslenskra rithöfunda
á þessari öld er Halldór Laxness greinilegasta dæmið um slíka stofnun; í
íslenskum fræðum er það væntanlega Sigurður Nordal. „Stofnun Sigurðar
Nordals" hafði verið til um árabil áður en komið var á fót stofnun með því
heiti.
En nú er ég eiginlega kominn framúr sjálfum mér. Ég var að tala um íslend-
ingasögurnar - og höfundar þeirra eru dauðir - að minnsta kosti að nafninu til.
Hvernig eigum við að skýra virkni þeirra ef okkur skortir til þess þetta
höfundargildi? Gerðar er tilraunir til að skapa nafnlausan höfund útfrá verkinu,
eins og Laxness gerir í áður tilvitnuðum texta og ýmsir fræðimenn hafa gert,
t.d. í formálum íslenskra fornrita. Eins hafa menn leitast við að koma einni
Islendingasögu eða fleirum undir „Snorra Sturluson“, það nafn sem mest
„átorítet“ hefur af þeim sagnamönnum miðalda sem við höfum spurnir af. Ég
held þó að tvennt annað komi enn frekar til: vitundin um hinar einstöku sögur
sem „verk“, og þá oft „snilldarverk", hefur að nokkru komið í stað höfundar-
gildisins, en einnig hefur nafn bókmenntagreinarinnar, „íslendingasögur",
fengið aukið vægi. Sem heiti á tilteknu „heildarverki" og jafnframt hefðarveldi
hefur það að sumu leyti orkað eins og heitið „Shakespeare", sem ég nefndi hér
áðan (og slíkt tegundarheiti er um leið mikill gæðastimpill). En „Islendinga-
sögur“ er þó um leið opnara hugtak og liggur (samkvæmt orðsins hljóðan)
þannig fyrir íslenskum lesendum að þeir geta á hverjum tíma ímyndað sér
þjóðina, sjálfa sig, sem „höfund“ jafnt sem afkvæmi og erfingja þessara verka.
Þannig að þegar Islendingasögurnar verða burðarás í ákveðinni stofnun eða
hugmyndafræðilegum straumi - og hér hef ég sérlega í huga þjóðfrelsisbarátt-