Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 177
Er Halldór Laxness höfundur Fósthræðrasögu ?
175
una á 19. öld og fram á þá 20. - þá er hugmyndaheimur þeirra taminn á svip-
aðan hátt og þegar höfundargildi verka ljær þeim heildarsvip (þ.e.a.s. orkar sem
skýring á því hvernig verk mynda sannfærandi heild).
IV
Þegar líður fram á 20. öld breytast mjög aðstæður í miðlun íslendingasagna og
hef ég þá sérstaklega í huga samband lesenda og verka. Miðstöð fornsagna-
rannsókna flyst til íslands og „íslenski skólinn" svokallaði mótar að einhverju
leyti viðhorf og lestur Islendinga á sögunum. En ég ætla ekki að fjölyrða um
átök bókfestu og sagnfestu né um útgáfustarf íslenska skólans. Fyrst ég er að
tala hér í alhæfingum, langar mig fremur til að alhæfa um tengsl sagnanna við
bókmenntasögu nútímans og þá sérstaklega við helstu „ævintýrin" er setja
mark sitt á þá sögu. Þau eru í fyrsta lagi upplausn bændasamfélagsins og þétt-
býlismyndun, en þetta gerist jafnt og þétt framan af öldinni og tekur síðan
stökk í seinni heimsstyrjöld og hlýtur sína endurspeglun og úrvinnslu í
bókmenntunum; í öðru lagi ferill Halldórs Laxness; í þriðja lagi það umrót og
andóf gegn bókmenntahefð sem kennt er við módernisma og í fjórða lagi má
nefna stóraukna þýðingaiðju Islendinga um miðja öld.
Allir tengjast þessir þættir á einhvern hátt. Sem ungur höfundur gerist
Halldór Laxness allróttækur módernisti og hallur undir erlendar samtíma-
hræringar, og á þeim tíma ræðst hann gegn bæði íslenska bændasamfélaginu og
fornsagnahefðinni - en þetta voru tveir mjög samofnir þræðir þjóðlegrar
hefðar.7 Síðar gerðist Halldór um alllanga hríð andsnúinn módernisma - amk.
til 1957 skrifar hann af kappi gegn hinni „borgaralega skáldsögu" sem sóar
orku sinni í að kafa í sálardjúp afbrigðilegra einstaklinga - þess í stað leitast
hann við að þróa áfram þá íslensku sagnahefð sem fyrir var og - um leið og
hann býður þjóð sinni dús - að tengja ný lífsviðhorf þeim aðstæðum sem fyrir
voru í landinu. Sögusvið verka hans er vel að merkja yfirleitt íslensk sveit eða
sjávarþorp og það skiptir máli, þótt sögurnar vísi langt út fyrir atburðasviðið
eins og öll verk sem einhver veigur er í.
Viðleitni Halldórs Laxness til að berjast gegn stöðnun þjóðlegra hefða og til
að þróa þær samfellt eftir ákveðnum leiðum, virkja þær, nær út fyrir skáldverk
hans og kemur einmitt glöggt fram í afstöðunni til fornsagnanna. Og hér
kemur Stofnun Halldórs Laxness mjög við sögu, stofnun sem auðvitað var í
andófsstöðu til að byrja með, þótt seinna yrði hún miðlæg og nokkuð ráðandi
í bókmenntakerfi okkar. Á fimmta áratuginum tekur Halldór að sinna Islend-
ingasögunum af miklum áhuga og gerist þá eiginlega móttökustöð, jafn mikil-
væg og hún var umdeild, fyrir íslenskar fornbókmenntir á 20. öld. Á sama tíma
er Halldór að semja Islandsklukkuna, þar sem menningargildi fornbókmennt-
anna er í brennidepli.8 Halldór undirstrikar textatengsl sín við fornbókmennt-
irnar þegar hann fullyrðir í merkri ritgerð, „Minnisgreinum um fornsögur“, að