Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 179
Er Halldór Laxness höfundur Fóstbrxörasógu ?
177
víðari skilningi getur þýðing fólgið í sér margskonar aðlögun verks að til-
teknum nýjum og breyttum aðstæðum.
VI
Þegar Laxness þýðir Islendingasögurnar yfir á nútímastafsetningu mætir hann
sem kunnugt er afar harkalegum viðbrögðum. Hann var talinn vera að níða
þjóðlega hefð og afskræma sögurnar. Um leið hlutu margir að upplifa þetta sem
svo að Halldór væri að „eigna“ sér þau verk sem þjóðin sjálf var höfundur að.
Og vissulega var hann ekki aðeins að finna þessum textum nýja staðfestu og
færa þá nær ýmsum lesendum, virkja þá nýju lífi, heldur setur hann þá í náið
samband við „höfundargildi" sitt.
Þegar Halldór Laxness er að hasla sér völl sem „skáld íslenskrar vitundar" á
tuttugustu öld, gerir hann það semsagt meðal annars með því að ganga Islend-
ingasögunum í föðurstað, eða í höfundarstað í vissum skilningi - frá öðru
sjónarhorni er hægt að sjá hann sem glataða soninn sem nú krefst erfðaréttar
síns á róttækan hátt. Hann miðlar arfleifðinni til lesenda á nýjum forsendum og
gerir skurk í að sýna hvernig þessar sögur séu „nútímalegt“ lesefni.
En þessi viðleitni færist að sjálfsögðu í annað veldi þegar hann semur
Gerplu, sem kom út árið 1952. I sjálfri aðferð Gerplu býr yfirlýsing um að
Halldór sé búinn að ná tökum á táknkerfi Islendingasagna og sé jafnvel búinn
að ná slíkum undirtökum í glímu sinni við þessa meginhefð okkar Islendinga
að hann geti hreinlega þýtt fornsagnaheiminn yfir á sínar forsendur og sitt
tungumál. I heiminn var fædd ný Islendingasaga og sú eina sem er undir
óvefengjanlegu höfundarnafni. En jafnframt felur hún þó í sér mikilvæga
tengingu við annað mikilvægt höfundargildi. Því í Gerplu hefur Halldór
Laxness þýtt frjálslega, þ.e.a.s. endursamið, „leiðrétt“ og „feðrað“ ekki bara
Fóstbræðrasögu heldur einnig verk eftir hinn stóra höfundinn í bókmenntasögu
okkur, Ólafs sögu helga eftir Snorra Sturluson. Samkvæmt kenningum Harolds
Blooms hefur Laxness hér sótt sér sköpunarmátt í „óttann við áhrif“ og hann
semur sig framhjá þessum stóra forvera sínum, Snorra, með því að „misskilja"
hann á skapandi hátt - en í slíkum átökum eru tekin hin stóru skref bók-
menntasögunnar að mati Blooms.13 Á þann hátt má segja að Halldór fitji upp á
samræðum yfir haf tímans þar sem hann skiptir við Snorra á jafnréttis-
grundvelli.
Og viðtökurnar ganga eftir þessu. Þótt einhverjir verði til að sjá í Gerplu
afskræmingu íslenskrar arfleifðar hlýtur Laxness nú sívaxandi viðurkenningu
sem einmitt sá höfundur er rísi hæst til móts við hina fornu og háleitu hefð.
Þremur árum eftir að Gerpla kemur út hlýtur Halldór Laxness Nóbelsverð-
launin, m.a. fyrir að endurreisa íslenska frásagnarhefð, svo sem segir í rök-
stuðningi sænsku akademíunnar. Halldór er ekki fráhverfur þessu samhengi í
Nóbelsræðu sinni: „Sá hlutur sem mér þykir mest um vert, þeirra sem mér hafa
12