Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 180
178 Ástrdður Eysteinsson
að höndum borið um þessar mundir, það er að sænska akademían skuli af hinu
mikla áhrifavaldi sem henni er léð, hafa nefnt nafn mitt í sambandi við hina
ókunnu meistara fornsagnanna íslensku.“14
VII
En ef Gerpla er „þýðing“ Laxness á heimi og söguefni hinna íslensku fornsagna
kunna menn að vilja líta á hana fyrst og fremst sem róttæka skopstælingu, sem
gróteskan umsnúning á hetjulegum táknheimi sagnanna. Samkvæmt þeirri
ritgerð sem ég held að heyri til hvað mestra tíðinda í rannsóknum íslendinga-
sagna síðustu árin, „Bróklinda Falgeirs“ eftir Helgu Kress, þá er ekki betur að
sjá en þessi skopstæling sé þegar fyrir í því verki sem ætla mætti að Halldór
Laxness væri sérstaklega að skopstæla, þ.e.a.s. Fóstbræðrasögu.
Helga sér í Fóstbræðrasögu vísvitað misræmi efnis og forms og þannig
íróníska afstöðu til hins hetjulega söguefnis. Hún sé „sögð frá sjónarhorni
alþýðu“, skopast sé að „hetjuhugsjóninni og þeim bókmenntum sem hana
dýrka“, og sagan einkennist í heild af því sem Helga kallar „gróteskt raunsæi"
og hún telur vera stefnu eða straum innan fornsagnanna sem andæfi hinu
„hetjulega raunsæi“, þótt menn hafi lítt viljast gangast við því til þessa.15
Þá vaknar sú spurning hvort Halldór Laxness hafi verið of seint á ferðinni;
hvort „höfundur" Fóstbræðrasögu, sá gagnmerki draugur, hafi þegar verið
búinn að afreka það sem Halldór tókst á hendur að gera. Eða kannski Halldór
sé þýðandi í ætt við „Pierre Menard, höfund Kíkóta“ sem frá segir í samnefndri
sögu Jorge Luis Borges. Merard þessi ræðst í að þýða Don Kíkóta eftir
Cervantes. Af mikilli þrautseigju skilur hann verkið og höfund þess æ betur, og
heldur áfram að nálgast frumtextann uns þýðingin er orðin að frumtextanum,
orð fyrir orð, línu fyrir línu. En það sem hann skapar er auðvitað ekki sama
verkið; Don Kíkóti eftir Cervantes hefur á sér klassískan blæ sautjándu aldar
frásagnar, en Don Kíkóti eftir tuttugustualdarmanninn Pierre Menard er texti
sem kemur á óvart, til dæmis með fornlegu yfirbragði sínu og margháttaðri
„framandgervingu". Að þessu leyti mætti Gerpla þó jafnframt skoðast sem
andstæða hinnar sögulegu fjarlægðar sem á að skerpa okkur sýn; í „Lóst-
bræðrasögu eftir Halldór Laxness" lesum við verkið galopnum augum vegna
þess að því er haldið alveg upp að nefinu á okkur með þýðingu sem neitar að
semja sig að þeim viðtökuaðstæðum sem við eigum að venjast - en þær felast
meðal annars í því að lesa Islendingasögu sem fornsögu, ekki sem nýtt verk. Sé
slík saga hins vegar lesin sem nýtt verk gildir líklega það sem dadaistinn Tristan
Tzara segir í stefnuskrá sinni: „Ég dái hið forna verk vegna þess hversu nýtt
það er“.16 Þá má líka spyrja hvort Laxness hafi með Gerplu ef til vill mótað
nýjan leshátt á Islendingasögunum. Með öðrum orðum: getur verið að við
lesum Islendingasögurnar nú undir áhrifum frá Gerplu}