Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 181
Er Halldór Laxness höfundur Fóstbrœðrasögu?
179
VIII
Hafðu þig nú hægan, segir líklega einhver, Gerpla er í fyrsta lagi ekki þýðing í
anda Borgesar; Halldór Laxness leyfir sér margs konar frjálsræði í meðferð
frumtextans. Mikið rétt, ef við lítum á hvanntekjuþátt þeirra fóstbræðra í
Hornbjargi, en hann tekur Helga einmitt sem dæmi um gróteskt raunræi
Fóstbræðrasögu, þá sést að Halldór ýkir atburði. I Fóstbræðrasögu segir um
Þormóð meðan Þorgeir hangir í hvannnjólanum: „Þormóðr beið uppi á hQmr-
unum, því at hann ætlaði, at Þorgeirr myndi upp koma, en er honum þótti
Þorgeir dveljask svá miklu lengr en ván var at, þá gengr hann ofan í skriðu-
hjallana."17 Halldór sýnir mikið frjálsræði í þýðingu þessa kafla, lengir hann að
mun og lætur Þormóð meira að segja sofa lengi dags rétt hjá Þorgeiri þar sem
hann dinglar í njólanum. Hitt er samt rétt að sumt tekur Halldór svo til orðrétt
upp úr Fóstbræðrasögu, eins og til dæmis hið fræga tilsvar Þorgeirs um hvann-
tekjuna: „Eg ætla að eg hafi þá nógar, að þessi er uppi er eg held um.“ Athyglis-
vert er að með nútímastafsetningunni í nýlegri útgáfu Svarts á hvítu urðu þessi
orð alveg eins og hjá Halldóri, upp á hvern stafkrók - það er eins og þau hafi
verið tekin beint úr Gerplu.
En oft hefur Halldór Laxness „mislesið" texta Fóstbræðrasögu gróflega. Um
Butralda þann sem Þorgeir Hávarsson drepur segir í Fóstbræðrasögu: „Hann var
einhleypingr, mikill maðr vexti, rammr at afli, ljótr í ásjónu, harðfengr í
skaplyndi, vígamaðr mikill, nasbráðr ok heiptúðigr" (bls. 142-43). I Gerplu
stendur: „Butraldi Brúsason var maður eigi mikill að vallarsýn og mjög kríngil-
fættur, hann var með grám skegghýúngi á vaungum og af æsku skeiði, fiskeygur
og stóðu grunt augun, kjálkabreiður og munnvíður.“18 Athyglisvert er að í stað
hins gróteska dráps Butralda, sem Helga tekur fyrir í grein sinni, er Butraldi
látinn hverfa á braut í Gerplu á meðan Þorgeir sefur, og sendir Butraldi honum
og bónda kveðju með því að míga í vatnsbrunninn „að gistilaunum".
I slíkum atriðum er þó mikill skyldleiki með sögunum - og vera má að
stundum sjái Laxness sér ekki séð fært að ítreka grótesk einkenni „frumtext-
ans“ að gagni og reyni þess að stað að skapa annarskonar misgengi hetjuskapar
og veruleika. Raunin er þó almennt sú að lesi maður sögurnar saman, flakki á
milli þeirra, getur ýmislegt tekið að renna saman og lesandi er ekki alltaf viss
hvar hann er staddur (einkum ef Fóstbræðrasaga er lesin með nútímastaf-
setningu). Hvar er til dæmis þetta atriði?:
„Snýr bóndi þá utar eftir hlöðunni og ætlaði út að ganga. 1 því höggur Þormóður
eftir honum. Það högg kom á bakið og hjó hann af honum báða þjóhnappana.
„Styn þú eigi nú,“ kvað Þormóður.
Bóndi kvað við hátt með miklum skræk og þreif til þjóhnappanna báðum
höndum.