Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 183
Er Halldór Laxness höfundur Fósthræðrasögu ?
181
samkvæmt hefðbundnum hugmyndum um hetjuskap og aðra íslenska mann-
kosti.
En dæmið hér að framan af Gerplu-Þorgeiri, þar sem hann hamast lengi á
hálsi mannræfilsins áður en hausinn tekur af, vekur vangaveltur um mun á
Gerplu og Fóstbræðasögu. Svo fáránlegt er að sjá fórnarlambið fyrir sér þar sem
það virðist liggja þolinmótt á meðan „hetjan“ hjakkar á því með sljóu eggvopni
sínu að manni finnst þetta atriði fara út fyrir skopstælingamörkin í Fóstbræðra-
sögu. Frá sjónarhóli Gerplulesanda kann þá að virðast sem Fóstbræðrasaga sé
ekki með öllu undirlögð af því sem Helga kallar „gróteskt raunsæi“. Má ef til
vill sjá í margbrotinni og óslípaðri formgerð hennar birtingarmynd átaka milli
mismunandi viðhorfa innan merkingarheims Islendingasagna?
Vera má að „þýðingarafbrigði" Gerplu hjálpi okkur að festa hendur á slíkum
átökum innan hins forna merkingarheims. I lýsingunni á einu af tilgangslausum
morðum Þorgeirs segir Halldór frá því hvernig garpurinn ræðst af litlu tilefni
eða engu að ungum bóndasyni sem heldur á stuttu spjóti eða broddstaf til að
ýta við nautum. Segir sagan:
Þorgeir saskir á eftir honum. Heytótt stóð að baki lambahúsinu, og var tóm að
öndverðu sumri, Ieitar bóndasonur þángað. Tóttardyrnar innan út lambhúsinu voru
of þraungvar og lágar svo miklum manni sem Þorgeir var vexti, enda var hann ófús
að beygja sig, hann hverfur nú á það ráð sem leingst hefur dugað í fornsögum, að
rjúfa þekjuna, en þar lágu á stoðum torfur er skýlt höfðu heyum um veturinn.
Stendur Þorgeir Hávarsson á vegginum en bóndasonur niðrí kumlinu og etjast á
spjótum gegnum torfið. Halda þeir áfram þessum starfa uns spjót bóndasonar
brotnar af skafti, Þorgeir hleypur þá ofanum raufina niður í tóttina og hefur uppi öxi
sína við sveininn, og tekur að höggva hann svo að þar sýndust sjö á lofti, hné
sveinninn þar niður við moldarvegginum og dreyrði úr fjölda sára, lét hann þar líf
sitt. (164-5)
Ef við skyggnumst um eftir fyrirmynd þessarar senu í Fóstbræðrasögu blasir
annað við. Þar tekst Þorgeir á við þrjá fullfæra menn, sterkan og óvinsælan
bónda og tvo húskarla hans.
Þorgeir verst þeim með miklum mjúkleik en sækir að þeim með miklu afli og
öruggleik sem hið óarga dýr. Húskarlarnir verða brátt sárir af Þorgeiri því að þeir
höfðu skammskeftar öxar en Þorgeir lagði spjótinu hart og tíðum. Hrukku þeir
Snorri inn í lambhúsið. Dyrnar voru lágar og þröngvar á húsinu og var illt þar inn að
sækja eftir þeim. Þorgeir hleypur upp á húsið og rýfur til. Þar sem húsið raufaðist
leggur Snorri spjótinu út í móti. Þorgeir verður sár af því nokkuð og þó lítt. Kastar
Þorgeir þá spjótinu en tekur exina í hægri hönd. Sækir Snorri þá að Þorgeiri með
hörðum hug þar sem húsið var rofið. En Þorgeir varðist með skildi og exi og leitar
eigi annars en höggva spjót Snorra af skaftinu. Létti eigi þeim leik fyrr en Þorgeir hjó
spjót Snorra af skaftinu. Og þegar jafnskjótt hljóp Þorgeir inn í húsið um glugg þann
er á var rofinn með skjöld og exi og hjó þegar í höfuð Snorra svo hart að hann klýfur
hausinn allan. Fær Snorri af því sári þegar bana. Þá snýr Þorgeir að húskörlum