Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 185
Er Halldór Laxness höfundur Fósthræðrasögu?
183
þýðing er Gerpla einmitt birtingarmynd slíkra árekstra, mynd sem er heillandi
ekki síst vegna þess að hún sléttar ekki úr misfellum.
Einnig finnur hún misfellur þar sem við væntum þeirra síður. Okkur þykja
hin sífelldu átök í Islendingasögum náttúrlegur grunnþáttur í þessum verkum
og því samfélagi er þau lýsa. I Gerplu rænir Laxness átökin og ofbeldið eðli-
leikanum og birtir þau sem stöðuga útrás óhugnaðar.22 Það er eitt af sérkennum
Gerplu að ýmsir atburðir hennar, líkt og hálshjakk Þorgeirs sem fyrr gat um,
eru ekki aðeins skoplegir heldur óhugnanlegir um leið. Reyndar má segja að
Fóstbrœðrasaga hafi gefið Laxness ávísun á þessa efnismeðferð, eins og sjá má í
því fræga atriði fornsögunnar er Þorgeir lætur öxi sína detta á háls sauðamanni
sem studdist fram á staf sinn í grandvaraleysi en „stóð svo vel til höggsins" að
Þorgeir má til að sjá hausinn fjúka (þetta atriði kýs Laxness vel að merkja ekki
að endurtaka í Gerplu).
Laxness fer með slíkan óhugnað út í grimmilegar öfgar; Gerpla er bók sem
hreinlega logar í ofbeldi og fólskuverkum. Hernaður birtist í Gerplu sem ógn-
un við allan lífheim; sagan er öðrum þræði heimsendaverk. Hér má staldra við
og spyrja hvort þetta sé ekki nútímaleg hlið á „þýðingu" Halldórs Laxness.
Hann noti sér táknkerfi íslendingasagna fyrst og fremst til að birta þungan
áfellidóm yfir nútímalegum stríðsskap, sem getur eytt veröldinni allri, um leið
og hann gagnrýni almennar birtingarmyndir valds og valdbeitingar, foringja-
dýrkunar og ómennsku sem leiti fram í ófriði. Þannig finnur Peter Hallberg
„mið sögunnar" í „hinni þungu almennu stríðsádeilu sem leynist undir skop-
inu.“23
Vissulega má stríðsádeilda teljast einn af meginþáttum Gerplu. En hins vegar
fer því fjarri að söguhöfundur sinni einhlítum friðarstörfum í þessu verki.
Ofbeldi og orustur eru ekki bara viðfangsefni Gerplu heldur einnig lífsvaki
skáldverksins í ýmsum skilningi. I uppgjöri sínu við hinar fornu og miklu
hetjubókmenntir, í glímunni við efnivið sem er fólginn í orðunum einum og er
þó okkar helsta þjóðarfleifð, er Halldór Laxness ólmur skæruliði. Kannski
birtist þetta hvað gleggst í því hvernig söhuhöfundur samsamar sig þeim
skæruhernaði sem „múgurinn" beitir gegn hinum grimma víkingaher. Og er þá
ekki laust við að óhugnaðurinn sé glaðhlakkalegur:
En sérhver víkingur sem náði að komast yfir múrinn, þá var hann umkríngdur og
þraungdur af múginum og lostinn margskyns ógöfuglegum bareflum, eða lagður
tálguknífum og borðknífum, þélum og ölum, nálum og prjónum og skærum, ellegar
bitinn til bana af borgarmönnum og slitinn sundur kvikur og gefinn hundum. (203)
Hið linnulitla friðleysi sem einkennir Gerplu birtir ekki aðeins dóm sögu-
höfundar yfir stríði heldur er líka tjáning á heiftarlegu stríði hans við viðfang
sitt - viðfang sem er þó náskylt honum og í föðurstöðu gagnvart penna hans.
Af þessari mótsögn spretta viðbrögð fræðimanna sem finnst hálft í hvoru að
Laxness rangfæri hetjuhugsjón Islendingasagna í Gerplu en finna þó jafnframt