Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 188
186
Ástráður Eysteinsson
nálægðar sem er full af fjarska. Þeir eru að vísa til þýðingarstarfs, merkingar-
leitar, sem fram fer undir teiknum útlegðar og tímaskekkju, að minnsta kosti
þegar menn hafa komist út fyrir settlegustu lögmál hinnar þjóðlegu hefðar - og
Gerpla fer út fyrir þau mörk. Aðferð Gerplu og textatengsl við fornsögurnar
samræmist á sinn hátt þeirri skapandi þýðingarleið sem í tímamótaritum hefur
verið lýst á þann hátt að þýðandinn þýði ekki hið framandi verk á fullum
forsendum þess tungumáls sem hann hrærist í. Hann syndir móti straumi,
tekur áhættu og starfar milli hugmyndakerfa og mótar þannig verk sitt í deiglu
sem staðsett er í hinu kvika tómarúmi milli málheima.30 Slík þýðing flytur
okkur áleiðis til týndra tíma, horfinna heima; hún flytur furðuleg nýmæli hins
forna.
Tilvísanir
1 Helga Kress í umræðum á eftir fyrirlestri sínum um Tímaþjófinn, ástina og karlveldið á
vegum Félags áhugamanna um bókmenntir, 31. okt. 1987.
2 Um Fóstbræðrasögu, Stofnun Árna Magnússonar, Reykjavík 1972, bls. 10-11.
3 Jón Helgason: Kvaðabók, Mál og menning, Reykjavík 1986, bls. 15. Helgi Þorláksson gefur
yfirlit um tengsl fræðimanna við afa sína í greininni „Um hollan missi feðra, fræðayl mjúkra
afa og mannbætandi konur“ í Véfréttum (sögðum Vésteini Ólasyni fimmtugum, 14. febrúar
1989), Svavar Sigmundsson sá um útgáfuna, Reykjavík 1989, bls. 51-54.
4 Um túlkunarsambönd milli íslendingasagna og viðhorfa samtímans, sjá grein Vilhjálms
Árnasonar: „Saga og siðferði. Hugleiðingar um túlkun á siðfræði fslendingasagna", Tímarit
Máls og menningar, 1. hefti 1985, bls. 21-37.
5 „What is an Author?“, Language, Counter-Memory, Practice: Selected Essays and Inter-
views, ritstj. Donald F. Bouchard, þýð. Donald Bouchard og Sherry Simon, Cornell
University Press, Ithaca, New York 1977, bls. 115.
6 Þjóðhátíðarrolla, Helgafell, Reykjavík 1974, bls. 15.
7 í greinaflokknum „Af íslensku menníngarástandi", sem hann skrifaði árið 1925, lætur
Laxness sem íslendingar hafi „komist til þeirrar sannleikans viðurkenníngar, að fæstar
fornsagnanna eru merkilegri rit en mart það sem nú er samið bæði innanlands og utan.“ Af
menningarástandi, Vaka-Helgafell, Reykjavík 1986, bls. 46. Einnig má benda á þá ögrandi
afstöðu sem fram kemur í öðru riti frá þriðja áratugnum, Heiman egfór: „Ég fyrir mitt leyti
hef ekki haft öllu óskemmtilegra rit milli handa en Heimskrínglu eftir Snorra Sturluson.
Mér finst miklu sögulegri reyfarinn um Alfred Dreyfus en hinar skráþurru málaferlis-
lýsingar í íslendingasögunum [...] Maria Grubbe efdr J.P. Jakobsen er miklu betra rit en
Njála, þar höndlar miklu dýpri og listrænni andi efni og form.“ Heiman egfór, 2. útg.,
Helgafell, Reykjavík 1956, bls. 63-64. Sbr. grein Steingríms J. Þorsteinssonar, „Halldór
Kiljan Laxness og fornsögurnar“, Afmceliskveðjur heiman og handan. Til Halldórs Kiljans
Laxness sextugs, Helgafell-Ragnar Jónsson, Reykjavík 1962, bls. 10-11.
8 Sjá Steingrím J. Þorsteinsson, „Halldór Kiljan Laxness og fornsögurnar", bls. 12.
9 „Minnisgreinar um fornsögur", Sjálfsagðir hlutir (2. útg.), Helgafell, Reykjavík 1962, bls. 9.
(Ritgerð þessi birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar 1945.)
10 „Helgisögur, mælskufræði og forn frásagnarlist“, Skírnir 1983, bls. 130-131.