Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 191
Klifstig íslendingasagna
Hugleiðingar um samband skáldskapargildis og
upplýsingagildis
ÁRNI SIGURJÓNSSON
1. Endurtekningar í bókmenntum
Það er gömul hugmynd að skáldskapur búi yfir eða eigi að búa yfir þekk-
ingargildi. Menn hafa löngum talið að þetta þekkingargildi fælist í siðfræði-
legum fróðleik og þá siðbætandi áhrifum en einnig að skáldskapur eigi að miðla
vitneskju um staðreyndir. Áhugi á sannleika og um leið andúð á uppspunaeðli
skáldskapar bjó að baki þegar Platón snerist gegn skáldskap, og segja má að
kristnir menn á miðöldum og Rússinn Lenín hafi verið á líkum nótum. I Is-
lendingasögum er margháttaðan fróðleik að hafa, bæði siðræns eðlis og stað-
reyndir, og hafa þær því að miklu leyti svarað kröfum um þekkingargildi.
Fræðimenn hafa lengi skeggrætt hvaða skilning beri að leggja í þá full-
yrðingu að list hafi þekkingargildi, og á tíma formalisma, formgerðarstefnu og
táknfræði hafa menn skoðað hana í nýju ljósi. Til að glöggva sig á hvernig
táknfræðingar skilja hugtakið upplýsingar, má minna á eftirfarandi hugleiðingu
ítalska rithöfundarins Umbertos Ecos: Miðað við 85 tákn á borði ritvélar og
1500 letureiningar á vélritaðri blaðsíðu, er fjöldi hugsanlegra mismunandi
blaðsíðna 85 í 1500. veldi. Það er tala með 2.895 tölustöfum (Eco 1968, 26). Ef
algerlega væri bundið tilviljun hvaða tákn eru sett á blað væri því vandi að spá
um boðin á blaðinu.
Ef við vitum hins vegar að boðin á hinu hugsaða blaði mynda ekki aðeins
skiljanlegar setningar heldur einnig að þær eru á íslensku og í lausu máli, þá
verða mögulegar mismunandi blaðsíður strax allmörgum billjónum færri. Ef
við hugsum svo til Islendingasagna og bætum við þeim fróðleik að orðaforði
þeirra er ekki nema um 12-15.000 orð, þá hefur möguleikunum snarfækkað.
Og eru þó margir enn!
Nú segja táknfræðingar sem svo: Því erfiðara sem reynist að geta sér til um
hvert næsta tákn verður í tilteknu boði, þeim mun meiri upplýsingar flytur það.
I merkjafræði eru upplýsingar mældar á grundvelli þess hve mörgum sinnum
þarf að velja milli tveggja kosta til að ramba á rétt svar - en það þýðir á töl-
fræðimáli að upplýsingar (,,bit“) eru veldi af tveimur: í máli með 8 mismunandi
orð eru upplýsingar 3 bitar, því 23=8 (Eco 1968, 27).
SKÁLDSKAPARMÁL 1 (1990)
189