Skáldskaparmál - 01.01.1990, Qupperneq 192
190
Árni Sigurjónsson
Hér er semsé á ferðinni tölfræðilegt upplýsingahugtak, og er það bundið við
fyrirsegjanleika. Komi einhver orð mjög á óvart, fela þau í sér miklar upp-
lýsingar. Og þá ætti að mega bæta við: Boð sem flytja miklar upplýsingar hljóta
að vera öflugur miðill þekkingar. En geti lesandinn sagt allt fyrir við lestur
texta, er þar lítinn fróðleik fyrir hann að hafa.
Á þessari öld hefur yfirleitt ekki þótt ýkja fínt að ætlast til þekkingargildis í
skáldverkum á Vesturlöndum. Það er raunar saga sem rekja má aftur til Kants,
sem skýrgreindi listnautn sem hagsmunalausan unað eða eitthvað á þá leið.
Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að telja að fræðslugildi komi óhjákvæmilega
niður á listgildi. Mörgum fagurfræðihyggjumanninum hlýtur að hafa þótt
kröfur sósíalískra raunsæissinna um uppfræðslu og áróður í list næsta lágkúru-
legar. Krafan um fræðslugildi og krafan um upplýsingagildi eru tvö afbrigði
sömu óskar, semsé þeirrar að verkið miðli þekkingu.
Sumir bókmenntafræðingar, innblásnir af formgerðastefnunni, hafa átt afar
erfitt með að sætta sig við fyrirsegjanleikann í einföldum og alþýðlegum bók-
menntaverkum á borð við reyfara eða dægurlagatexta. Þetta hefur til dæmis
komið fram hjá þýska bókmenntafræðingnum Hans-Robert Jauss, sem hefur
verið kenndur við viðtökufagurfræði.1 Margir kannast einnig við greiningu
Ecos á sögum Ians Flemings um James Bond, en í þeirri ritgerð, sem er einn af
hornsteinum frásagnarfræðinnar, er hin tiltölulega einfalda formúla, sem Bond-
sögurnar eru byggðar á, dregin fram í dagsljósið (Eco 1965).
En þetta efni má einnig nálgast úr annarri átt og kunnuglegri. I ævintýrum
hafa menn rekið sig á frásagnarformúlur af svipuðu tagi. Nægir þar að minna á
rannsóknir rússneska þjóðfræðingsins Vladimirs Propps, en hann sýndi fram á
að galdraævintýri eru tilbrigði við 31 grundvallarathöfn eða fúnksjón, sem hann
nefndi svo. Kemur þar fram að fjölbreytni sögu getur verið talsverð þótt
grunnþættir hennar séu fábrotnir.
I framhaldi af skrifum Propps hafa Theodore Andersson og aðrir reynt að
greina margvísleg munstur í Islendingasögum og eiga þær athuganir sammerkt
að þar er leitast við að skoða viðfangsefnið með formlegum hætti eða semsagt
út frá frásagnarfræði og þá með áherslu á greiningu söguþráðar (sbr. Daniels-
son, Glauser o.fl.).
Hugmyndir um fastar merkingarformgerðir hafa verið útfærðar og rann-
sakaðar frekar af mörgum táknfræðingum og frásagnarfræðingum, sem of langt
mál yrði að telja hér. En þar virðist gilda ein meginregla, og hún er sú að þeim
mun einfaldari sem textinn er, þeim mun auðveldara er að skýra hann á grund-
velli frásagnarlíkans og þeim mun augljósara virðist að textinn byggist á
formúlum á einhverju plani. Sem dæmi má nefna að teiknimyndasögur og
þjóðsögur hafa þótt sérstaklega hentugur efniviður í rannsóknir af þessu tagi,
meðan aftur á móti ýmis flókin nútímaverk hafa reynst seigari undir tönn að
þessu leyti.
Og þá mun óhætt að benda á aðra meginreglu í formúlufræðum, en hún er
sú að þeim mun formúlukenndara sem verkið er, eða með öðrum orðum þeim