Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 194
192
Árni Sigurjónsson
sem hljóðar svo: Flytji ljóð of miklar upplýsingar getur það orðið merkingar-
laust; flytji það of litlar verður það ómerkilegt. Hann hugsar sér að milli skálds
og lesanda sé endalaus glíma sem felist í að skapa væntingar og brjóta þær að
nýju, búa til mál og sundra því aftur (Lotman, 167). Lotman segir ennfremur
að skáldskapartextum sé ætlað að koma illa við okkur, ýta við okkur. Veiti þeir
huggun, þá verði viðtakandinn að gera svo vel að vinna fyrir henni. Hann hefur
einnig bent á að hvort tveggja getur fólgið í sér listrænt bragð, bæði að nálgast
og að fjarlægjast hversdagsmálið. Loks hefur hann sagt að það sé markmið
ljóða að auka sjálfsþekkingu og þroska samskiptahæfni lesenda (áheyrenda).
Ljóðið gengur þvert á hversdagslega skynjun, segir Lotman, og endurómar þar
kenningar formalista frá því fyrr á öldinni (Scholes, 43, 46-48).
Það viðhorf, að upplýsingar séu fegurð, hefur síður en svo alltaf verið ríkjandi.
I því sambandi er vert að minna á tvennt. I fyrsta lagi að það hefur um skeið
verið viðtekin hugmynd, að hvers konar endurtekningar séu ær og kýr skáld-
skapar og í raun innsta eðli hans. I öðru lagi er sú hugmynd að upplýsingar feli
í sér fegurð, náskyld þeirri kröfu sem gerð hefur verið til listar frá upphafi
nítjándu aldar að hún séfrumleg og feli í sér eitthvað nýtt. En þessi krafa um
frumleika átti litlu fylgi að fagna á miðöldum. Og þetta tvennt skal nú rætt
aðeins nánar. Ymsir höfundar hafa sett fram þá hugmynd að endurtekningar
séu höfuðatriði í skáldskap. Minna má á að rússneski formalistinn Viktor
Sklovskí segir að hagnýt hugsun stefni að samþjöppun og útdrætti. En listræn
hugsun stefni andstætt því að tuggum og hvers konar endurtekningu (Sklovskí,
33). En þó að Sklovskí telji endurtekningar mikilvægar í list, er honum þó
umfram allt umhugað að sýna að sönn list er erfið, að hún brýtur viðjar vanans
og þess sem endurtekningar hafa gert ómarktækt. Sá sem býr við hafið hættir
að heyra nið þess. En listin vekur okkur úr dái, hún „gefur okkur skynjun á
lífinu aftur, gerir okkur kleift að finna aftur til hlutanna (...) Til þess notar listin
tvö listbrögð: framandgervingu hlutanna og slungið form, svo skynjunin verði
erfiðari og vari lengur" (Sklovski, 13).
Roman Jakobson, einn kunnasti bókmenntafræðingur aldarinnar, hefur
hugsað á líkan hátt og formalistarnir rússnesku, enda heyrði hann um tíma til
hópi þeirra. Jakobson segir að skáldskapur sé margræður í eðli sínu og að í
ljóðlist sé „jafngildisreglan gerð að grunnreglu raðarinnar“: „Sérhver skynjan-
leg endurtekning málfræðilegra bragða verður að skáldlegu bragði" Qakobson,
187, sbr. 150). I hugmynd Jakobsons felst að í ljóðlist séu jafngildi (e. equi-
valence) - t.d. milli lína eða merkingareininga í vísu - kjarni hins skáldlega, og
þar hefur hann meðal annars í huga endurtekin hljóð (rím) og hvers konar
klifun og hliðstæðumyndir.
Hvað sem öðru líður er augljóst að ýmsar gerðir endurtekningar vega þungt
í ljóðlistinni. Stundum eru þær jafnvel ófrávíkjanlega bundnar forminu eins og
rímið ferskeytlunni, en stuðlar og föst bragliðaskipan eru einnig augljós form
endurtekningar. Og í umfjöllun um bragarhætti segir Óskar Halldórsson: