Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 196
194
Árni Sigurjónsson
talar um „klisjur“ í þessu sambandi, en það orð hefur ef til vill á sér óþarflega
neikvæðan blæ í þessu sambandi, líkt og orðið „tugga“.
Könnun á klifstigi Islendingasagna getur átt sér stað á mörgum stigum. Sum
söguefni eru margnotuð, viss atvik endurtekin í sífellu, það hvernig sagt er frá
falli manns verður t.d. gjarna að klifi (sótti djarflega, varðist drengilega), það
hvernig saga er hafin eða ættir raktar gat sömuleiðis fallið í býsna fastar skorð-
ur. I þessu sambandi má vekja athygli á grein eftir Doru Mácek þar sem bent er
á algeng klif í stíl klassískra Islendingasagna. Fram kemur meðal annars að titill
sögunnar felur gjarna í sér orðið „saga“ og oft mannsnafn eða atburð, stundum
er auknefni við mannsnafnið. Ymsar sögur hefjast á orðunum „Þat er upphaf
sögu þessi ...“, kaflar hefjast gjarna á orðum á borð við „Maðr hét Þorgrímr
...“ og sögu lýkur oft á formlegri tilkynningu um sögulokin, svo sem „Lúkum
vér Gísla spgu Súrssonar". Mácek sýnir einnig dæmi um með hvaða orðalagi er
skipt frá einu sviði eða þætti til annars, svo sem „Einn dag tók Einarr" og „Síð-
an fara þeir til skipa“, og útúrdúrar hefjast oft á „Nú er þat til máls“ eða „Nú er
at segja frá Auði“ og svo framvegis (Mácek, 210-213). Einnig má nefna að í
þeim sögum sem Mácek hefur rannsakað eru frumlög í yfirgnæfandi meirihluta
menn, þótt Gísla saga skeri sig nokkuð úr að þessu leyti, því þar eru frumlög
tiltölulega oft hugtök eða hlutir (Mácek, 218).
Þegar rætt er um formúlur í stíl vakna oft spurningar um orðaforða.
Rannsóknir á orðaforða fornsagnanna hafa orðið margfalt auðveldari í fram-
kvæmd eftir að textar Islendingasagna og Sturlungu voru slegnir inn á tölvu á
vegum bókaforlagsins Svart á hvítu, og má geta þess að þegar hafa komið fram
dæmi um hvernig nota má tölvur til könnunar á stíl sagnanna.
Það er vel þekkt staðreynd, að sumar Islendingasagna minna meira á þjóð-
sögur en aðrar. Sögurnar um Gretti gætu t.d. að nokkru leyti verið samsteypa
þjóðsagna, og þjóðsagnaeinkenni eru greinileg t.d. í Þórðar sögu hreðu. Þórðar
saga er talin skrifuð tiltölulega seint og segir Stefán Einarsson hana vera frá
hnignunarskeiðinu (e. post-classical; Stefán, 150; sjá annars grein Jóns Torfa-
sonar um Þórðar sögu í þessu riti). I Þórðar sögu er mikið af endurtekningum
og minnir hún nokkuð á þjóðsögu eða ævintýri; en auk þess er hún gamansaga
og býsna fyndin á köflum. Þórður er alltaf að drepa menn en eirir höfuð-
andstæðingum sínum og lætur græða þá. Og hann er jafnan kjaftfor og ögrar
mönnum svakalega þótt liðfærri sé en þeir. Það er líka venja hans að kljúfa
menn í herðar niður. Þar er því líkast sem höfundur sé að henda gaman að
klisjum sagnanna, kannski af því að þær voru orðnar úr sér gengnar. Og má
vera að sumt í riddara- og fornaldarsögum verði skilið frá sama sjónarmiði.
Fjöldamörg dæmi önnur mætti tína til úr Islendingasögum, sem varpað gætu
ljósi á þær formúlur eða það tónsvið sem ritarar sagnanna léku á. Að nokkru
leyti fer það eftir sjónarhorni og kunnugleika hve klisjukennt mönnum finnst
tiltekið verk vera. En þó hlýtur að vera til einhver sæmilega marktækur mæli-
kvarði á „klifstig" sagna, að minnsta kosti á sviði orðaforða, frásagnarmunsturs
og stílbragða.