Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 197
Klifstig Islendingasagna
195
Hér hefur nú verið gerð grein fyrir tveim viðhorfum, sem segja má að séu and-
stæð hvort öðru. Annað felur í sér að skáldverk (því flest það sem hér hefur
verið sagt um ljóð, gildir einnig um skáldskap í óbundnu máli) séu full af upp-
lýsingum en hitt að skáldverk séu umfram allt umfremd, endurtekning, klisja.
Þegar bókmenntaform er orðið mjög vel þekkt, hlýtur að reka að því að þær
formúlur og hvers konar endurtekningar sem beitt er innan þess, fara að glata
upplýsingagildi sínu. Og þá leysist móthverfan upp. Þá hætta endurtekning-
arnar að vera listrænar og breytast í klif, uppát og hnignun. Þá er viðlagið ekki
lengur óvænt heldur bara leiðinlegt.
En kannski verður líka að gera ráð fyrir því að listgildi verka geti verið
umtalsvert þótt upplýsingagildi þeirra sé lítið; og væri þá gengið þvert gegn
gamalli hefð í bókmenntafræðinni.
2. Frumleiki og bókmenntategundir
Víkjum þá að hugmyndinni um frumleika. Fáir eru líklega frumlegir. Að
minnsta kosti hafa komið fram kenningar um að meginhluti vísindastarfs felist
í því að finna staðfestingar á viðteknum kenningum.
Svo hefur verið sagt í rannsóknum á ritum og hugmyndaheimi miðalda-
manna, að hjá þeim hafi frumleiki ekki verið í miklum metum - langt því frá.
Ef marka má yfirlitsrit um hugmyndasögu, þá töldu miðaldamenn að ekkert
væri nýtt undir sólinni, og það var álitið ofdirfska og guðlast hjá listamanni að
halda að hann gæti skapað eitthvað sem væri raunverulega nýtt. Slíkt væri
aðeins á færi hins almáttka. Að ritarar fornsagna létu sjaldan nafns síns getið,
virðist í góðu samræmi við þetta viðhorf. Þegar þeir tóku afrit af handriti juku
þeir í og felldu úr algerlega án tillits til hugsanlegra óska mannsins sem skrifaði
frumritið. Michel Foucault hefur bent á að höfundarhugtakið, í nútímamerk-
ingu, verður eiginlega ekki til fyrr en á 18. öld þegar fram koma fyrstu lög um
höfundarétt - fyrstu lög um höfundarétt voru raunar sett á Bretlandi árið 1709
(Foucault, 149; Steinberg, 298). Aðrir hafa sýnt hve áhuginn á frummyndum
jókst mikið eftir að fjöldaframleiðsla hófst á listvarningi, til dæmis eftirprent-
unum (Benjamin, 51-53).
Sú hugmynd að ekkert væri nýtt undir sólinni tengist heimsmynd kristinna
miðaldamanna. Þeir töldu að guð hefði fullskapað heiminn og þar væri engu
við að bæta. I þeirra augum var hið guðdómlega óbreytilegt, eilíft. Hugtökin
voru talin eilíf og sögð heyra til æðstu sviðum tilverunnar. Á himnum ríkti hið
eilífa, lukta hringform og alger stöðnun. Á jörðu var hins vegar allt sagt breyt-
ingum undirorpið og hverfult: heimurinn eldist, það styttist í hinn efsta dag.
Á miðöldum var semsé ekki talið eftirsóknarvert að vera frumlegur eða
„original“, enda merkti orðið þá upprunalegur - og upprunalegt var ekkert
nema guð á himnum. Það er nánast í upphafi 19. aldar sem merking orðsins
breytist og það er talið eftirsóknarvert að vera frumlegur í merkingunni að