Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 199
Klifstig Islendingasagna
197
svo á að greinarnar væru guðlegt verk og því syndsamlegt að hrófla við þeim.
Þar varð allt fast í skorðum eins og annað í þjóðfélagi lénstímans. Sagan skyldi
fá að passa sig á að verða ekki að ljóði eða leikriti og öfugt. Skáldin urðu að
segja eins og Jacques Derrida segir í upphafi ritgerðar einnar - reyndar með
ljóðrænum og því þverstæðukenndum hætti:
Ekki blanda bókmenntategundum saman. Ég skal ekki blanda bókmenntategundum
saman. Ég endurtek: ekki blanda tegundum saman. Ég skal ekki gera það (Derrida, 4).
Ekki var ætlast til að skáld miðalda skágengju mörk bókmenntagreina, heldur
þvert á móti að verk skáldsins félli sem skilmerkilegast í mót greinarinnar.
Skáldið átti ekki að vera frumlegt hvað formið snerti, heldur að nálgast hug-
takið sem greinin fól í sér, nálgast hið guðlega eilífa hugtak af veikum mætti.
Skáldverkið átti að samsvara vel hugtaki sínu, þ.e.a.s. þeim hugmyndum sem
menn gerðu sér um bókmenntagreinina. Og það varð þá einn mikilvægasti
mælikvarðinn á verkið hve vel hafði tekist til að þessu leyti. Sá sem virti ekki
reglur bókmenntagreinarinnar átti á hættu að verða talinn fákunnandi. Það var
fyrst með rómantíkinni sem það var talið beinlínis eftirsóknarvert að nota ný
bókmenntaform og ganga í berhögg við markalínur eldri bókmenntategunda.
Þá varð lögmál bókmenntategundanna lögmál óhreinleika og mengunar (sbr.
Derrida, 10).
Segja má að bókmenntagreinar virki á tvennan hátt. Þær eru annars vegar
lýsing (og þá álykta menn eftirá: svona eru þessi verk gerð, þessi eru samkenni
þeirra). Hins vegar skilja menn bókmenntagreinar sem fyrirmæli: svo skal ljóð
kveða.
Oft er erfitt að greina á milli þessa tvenns. Svo virðist sem lýsing og leiðbein-
ing verði tvær hliðar á sömu mynt. Þegar við höfum lýst einkennum sonnettu,
höfum við einnig gefið út fyrirmæli um hvernig hingað til óortar sonnettur skuli
verða. Svona er oft stutt milli þess að segja hvernig hlutirnir eru og hvernig þeir
eiga að vera. En mönnum er vorkunn: Þeir geta ekki skilið heiminn í dag öðru
vísi en á grundvelli þess hvernig hann var í gær. Má vera að þar í felist einhver
örlögbundin íhaldssemi og þá nokkur réttlæting þeirra orða að ekkert sé nýtt
undir sólinni. Formgerðarsinninn Tzvetan Todorov hefur fjallað um hugtakið
bókmenntategund. Hann segir að á tíma franska klassísismans hafi verið litið svo
á að ef verk samræmdist ekki lögmálum bókmenntategundar sinnar, væri það
vont. Meginverk bókmenntanna ganga hins vegar ævinlega út fyrir ramma
bókmenntegundarinnar og tengjast þannig tveim tegundum: hinni eldri sem það
riðlar og hinni nýju sem það myndar. En, segir Todorov, þessi regla gildir ekki í
afþreyingarbókmenntum: „Venjulega heyra snilldarverk í skáldskap ekki til
neinni bókmenntategund nema kannski sinni eigin tegund; en í afþreyingar-
bókmenntum eru snilldarverkin einmitt þær bækur sem falla sem nákvæmast að
lögmálum tegundar sinnar“ (Todorov, 55-56).
Spurningin um bókmenntategundir snýst að nokkru leyti um hefðir í skáld-