Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 201
Klifstig Islendingasagna
199
persónulegan þroska lesandans. Þriðja kenningin segir að verkið eigi að vera
fagurt og geta menn þá ýmist hallast að því að fegurðin sé eilíf og söm eða að
hún breytist í tímans rás. Samkvæmt þessum sjónarmiðum á verk sem sé að
miðla sannleika, gæsku og fegurð.
Kröfur manna til skáldverka hafa verið breytilegar í tímans rás. Ein krafa,
sem verið hefur áberandi í listum undanfarnar tvær aldir, er að verkið sé nýtt og
frumlegt. Listdæmendur hafa litið á sig sem fréttastofu, en sem kunnugt er, er
það oftast ríkjandi hugmynd á slíkum stofnunum að gömul frétt sé alls engin
frétt. Eltingarleikurinn við hið nýja var miðaldamönnum að mestu framandi og
raunar töldu þeir hann stríða gegn trúnni, því hin helgustu form voru endur-
tekning og hringur.
Efér má skjóta því inn að hvert form og hvert mál leyfir að sjálfsögðu
óendanlega nýsköpun innan síns ramma sé tíminn nægur. Ur þó ekki væri
nema tveim frásagnarliðum má skapa óendanlegan fjölda boða sé lengd þeirra
engin takmörk sett - eins og tölvutæknin sannar best. Þá birtast sköpunar-
möguleikar ekki í orðaforða heldur í því hvernig orð eru tengd í setningar.
Þannig gildir að þótt bókmenntaform gætu orðið klisjukennd, þá leyfðu þau
(og leyfa) alltaf að vissu marki frumlega sköpun innan síns ramma. En því færri
sem þær klisjur eru sem greinin heimilar, þeim mun tímafrekara gæti það orðið
að segja eitthvað af viti innan hennar. Þar liggur til grundvallar almenn regla um
tengslin milli fjölda þeirra tákna sem völ er á og fjölda þeirra tákna sem þarf til
að koma tilteknu boði til skila: við minni táknforða þarf lengri boð.
Krafan um nýsköpun er athyglisverð í bókmenntafræði. Hægt er að hugsa
sér tvennar öfgar í því sambandi. Annað er sjálfhverf listsýn sem hafnar ger-
samlega kröfum um nýjungargildi, en samkvæmt því viðhorfi ætti mönnum að
nægja að lesa eina bók aftur og aftur ef þeim finnst hún á annað borð góð. Þeir
sem aðhyllast það sjónarmið ættu að geta fellt sig við þá hugmynd að hafa eina
(og aðeins eina) bók með sér á eyðieyju. Það eru ógöngur. Hinar öfgarnar væru
að menn læsu aldrei neitt tvisvar, jafnvel að menn klígjaði við að sjá sama orðið
oftar en einu sinni. Líklega væri listneytandinn einnig þar kominn í ógöngur,
og sé ég fyrir mér listaverkin hrá hrúgast upp í huga hans, verkfall í meltingar-
færunum og skilningurinn í molum. Því það sem gerist aðeins einu sinni er að
sumu leyti handan mannlegs skilnings.
Einhvers staðar þarna mitt á milli endurtekningar og einsdæmis viljum við
að verkið sé. I nútímanum vilja menn ekki aðeins að verkið sé nýstárlegt,
heldur einnig að það gangi í berhögg við lögmál bókmenntategunda, jafnvel
tungumála og hverra þeirra skilningsforma og grunnhugtaka sem höggi verður
á komið. Rómantískir höfundar vildu, sem kunnugt er, mjög auka fjölbreytni
bragforma og leyfðu sér að blanda saman bragformum meir en áður tíðkaðist.
Þau fundu sjálf upp nýja bragarhætti og sóttu aðra til framandi landa. Fyrstu
viðbrögð manna voru: Þetta skáld kann ekki að skrifa bókmenntaverk. En
smátt og smátt ruddi nýja bragfræðin sér til rúms. Sama þróun hefur haldið
áfram síðan. Um nýjungaskáld er ævinlega sagt: Þessi maður kann bara ekki að