Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 202
200
Árm Sigurjónsson
skrifa. Til dæmis var fundið að því við ádeiluskáld á fjórða áratug þessarar aldar
að það vanrækti að fjalla um hið fagra; kynni sem sé ekki að skrifa. Og ábyggi-
lega var sagt við Klébnikof þann sem frægur varð fyrir að búa til bulltungu-
málið zaum\ Þessi maður kann bara ekki að yrkja, hann kann ekki einu sinni
rússnesku. Eða við Guðberg Bergsson: Guðbergur minn, vantar ekki sögu-
þráðinn í þetta hjá þér, góði?
Er hægt að gera sér í hugarlund svipuð viðbrögð við fornum verkum? Já, ef
til vill. Vel má vera að viðbrögð við fyrstu íslendingasögum hafi verið hjá les-
endum sem vanir voru sagnfræðiritum: Heyrðu mig, ertu nú ekki farinn að
kríta nokkuð liðugt þarna? Eða þá: Þessi maður kann ekki að skrifa, því tíma-
talið er ekki nándar nærri nógu glöggt hjá honum. Eða hvernig ætli mönnum
hafi fyrst orðið þegar fram kom kvæði um konung sem ekki var lofgerð og
hástemmd vegsömun? Ætli margur hafi ekki bara sagt: Maðurinn kann ber-
sýnilega ekki um konung að kveða!
Það virðist furðuleg hugmynd, þegar rætt er um bókmenntamat og höfuð-
kröfurnar þrjár um fegurð, sannleika og hollustu, að verk geti talist fagurt á
þeirri forsendu einni að það samræmist lögmáli þeirrar bókmenntategundar,
sem það tilheyrir, betur en önnur verk. En þetta var kannski einmitt að
verulegu leyti grundvallarafstaða fornra lesenda og áheyrenda.
I samandregnu máli má segja þetta: Líklega tengdist fegurðarmat til forna
að talsverðu leyti hugmyndum um hvort verkið samræmdist bókmennta-
tegund sinni, kannski hvort það var sanngjarnt eða sannleikanum samkvæmt
og jafnvel hvort það var hollt og fræðandi. En sú hugmynd, sem nú hefur átt
marga fylgjendur, að verkið verði að vera nýstárlegt hefur verið lærdóms-
mönnum miðalda lítt að skapi. Og sú kenning að listgildi og upplýsingagildi f
hinum tæknilega skilningi (þ.e.a.s. ófyrirsegjanleiki) færu saman hefur verið
víðs fjarri hugsunarhætti þeirra. Klifkenndar fornsögur kunna að vera taldar
vondar nú, en það að þær væru klisjukenndar hefur að líkindum ekki verið
lagt þeim til lasts á ritunartímanum. Þá voru brögð þeirra ekki orðin að
tuggum.
4. Niðurstöður
Nú er tímabært að draga saman niðurstöður - ef takast mætti af svo sundur-
lausum hugrenningum.
Frásagnarfræðingar undanfarinna tuttugu ára, sem sótt hafa meðal annars til
fræða Propps og Theodores Anderssons, hafa leitast við að sýna hve formföst
bygging og efnismeðferð Islendingasagna er, oft með góðum árangri. Niður-
stöður þeirra gefa tilefni til hugleiðinga um það hve strangt formið gat orðið og
um muninn á milli sagna í því hve fast er fylgt formúlum um byggingu eða
reglum bókmenntagreinarinnar. Ljóst er að sögurnar eru misfast byggðar og
gagnvart lesandanum er framvindan í þeim misjafnlega útreiknanleg, ef svo má