Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 205
Birtan og stormurinn:
um náttúruskynjun í dróttkvæðum
GUNNAR HARÐARSON
Þegar minnst er á náttúruskynjun í íslenskum fornbókmenntum skipast menn
umsvifalaust í tvær öndverðar fylkingar. Hin fyrri berst fyrir þeirri skoðun að
það hafi ekki verið heysáturnar sem töfruðu Gunnar á Hlíðarenda aftur heim á
hlað til húskarla sinna heldur fegurðin sjálf. Ef leitast væri við að velja þessari
fylkingu nafn færi vel að kalla hana föruneytið fríða. Hina mætti aftur á móti
kenna við búnaðarskólann. Þeir sem hana skipa standa á því fastar en fótunum
að kappinn íturvaxni hafi aldrei séð neitt annað við Fljótshlíðina en nytjarnar
sem hafa mátti af túngarðinum. „Fögur er hlíðin,“ mælti bóndi, og fór hvergi.
Og satt er það, bændur hafa löngum haft mikla staðfestu til að bera, enda er
ekki að heyra að túlkun búnaðarskólans á eðli fegurðarinnar taki neinum
breytingum þegar kemur að setningum eins og „Ærið fögur er mær sjá“ eða
öðrum þvílíkum. - En hér mun víst ekki hafa verið ætlunin að leiða saman tvær
andstæðar sveitir íslenskufræðinga, hvað þá að láta skerast í odda þeirra í milli,
heldur að leiða hugann að náttúrulýsingum í nokkrum dróttkvæðum og skoða
hvernig þeim er beitt í því skyni að auka áhrifamátt kvæðanna.
í seinni tíð hafa dróttkvæðin átt sér fáa formælendur þegar um skáldskapar-
gildið hefur verið að tefla. Að mati bókmenntafræðinga eru Eddukvæðin öllu
vænlegri leið til vinnings. Dróttkvæðin telja þeir allt að því hreinan fingurbrjót,
andlausar gestaþrautir, fullar af myrkum kenningum, og tilvalin handa mál-
fræðingum; hinir síðarnefndu hafa einkum haft áhuga á hendingum og
atkvæðafjölda, sem setja afbökunum svo þröngar skorður að þeim er í lófa
lagið að koma hverri dróttkvæðri vísu í það horf sem hún var áður en skáldið
orti hana. Vissulega eru þeir til sem hafa kunnað að meta dróttkvæði, jafnvel
sem skáldskap, en þeir mega heita undantekningar. Dróttkvæðin hafa verið
talin til íþrótta, ekki skáldskapar.
Ein ástæðan fyrir takmörkuðum vinsældum dróttkvæðanna er vitaskuld sú
að þau vilja vefjast dálítið fyrir mönnum við fyrsta lestur. En það segir auðvitað
ekkert um skáldskapargildi þeirra. Góður skáldskapur - og þá ber jafnvel ekki
SKÁLDSKAPARMÁL 1 (1990)
203