Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 207
Birtan og stormurinn
205
á nokkrar fastar sameiginlegar viðmiðanir sem dróttskáld gengur að vísu að
lesandi hans hafi vald á engu síður en hann sjálfur.
Fyrst ber þar að nefna sjálfan bragarháttinn. Dróttskáldin hljóta að ganga að
því vísu að áheyrendurnir þekki hann og nokkur helstu afbrigði hans. Þetta er
föst viðmiðun, þekkt og flokkuð, sem er skilyrði þess að menn geti notið
skáldskaparins, þeir verða að geta tekið bragarháttinn sem gildan. - Sem dæmi
um skort á slíkri sameiginlegri viðmiðun má nefna deiluna um atómkveð-
skapinn á 6. áratugnum: þar voru menn ósammála um hvort óbundið ljóðform
væri gilt eða ekki og einungis þeir sem tóku það gilt sem leyfilegt skilyrði
skáldskapar gátu notið hans.
Síðan kemur skáldamálið, heitin og kenningarnar. Njótendur skáldskaparins
verða að hafa vald á þeim, þekkja hvernig þær skiptast í stofnorð og kenniorð
og geta dáðst að leikni skáldanna við sífellt nýja samsetningu þeirra. Skálda-
málið reynir vissulega á hugmyndaflug skálds og njótanda, en (eins og Snorra-
Edda sýnir) heitin og kenningarnar eru oftast nær hefðbundin og rækilega
flokkuð: þau eru oftast nær tilbrigði við fyrirfram gefna frumkenningu, og til
þess að menn geti skilið tilbrigðin verða þeir að hafa lyklana á valdi sínu, -
„eyðublaðið" eins og Einar Ólafur Sveinsson kallar það. Oft hefur skálda-
málinu forna verið líkt við fléttur og víravirki í tréskurði, og það gegnir raunar
sama máli þar: ef menn hafa ekki á valdi sínu frumatriðin sem myndskerinn
fléttar saman geta þeir á engan hátt dáðst að leikni hans í fléttunni.
Skilyrði þess að menn geti notið þessara tveggja ofangreindra atriða, bragar-
háttarins og skáldamálsins, er því að menn búi yfir því sem kalla mætti ákveðna
tækniþekkingu. Þeir verða að geta áttað sig á samsetningu kvæðanna, þ.e.a.s. á
formi þeirra. Formið verður að vera sameign, því segja má að það setji leik-
reglurnar eins og í skák, og hlutverk skáldsins eins og teflandans er að finna ný
leikbrögð sem unnt er að dást að, best viðeigandi fléttuna og svo framvegis.
Formið er hið almenna skilyrði sem gerir hinn einstaka leik mögulegan. En
þetta skilyrði er einungis formlegt, það hefur í sjálfu sér ekkert raunverulegt
inntak, ekkert tilfinningalegt inntak, nema í hinum einstöku mál-leikjum, það
er að segja ekki fyrr en kvæðið sjálft er komið til sögunnar.
Hvar er þá hinn þriðji sameiginlegi snertipunktur, skilyrðið fyrir því að
menn geti notið inntaks kvæðanna? Þessu er líklega best að svara með því að
umorða upphaflegu spurninguna: Hvernig er yrkisefninu lýst þannig að það
veki hrifningu áheyrandans? Hér vandast málið því að hér er komið að samspili
myndmáls og yrkisefnis, úr tæknilegum atriðum yfir í atriði sem varða skynjun
og hugmyndaheim. Frumatriðið er þó ef til vill þetta: yrkisefninu er valinn
búningur við hæfi. Hvert er sá búningur sóttur? Með öðrum orðum, hverjar
eru uppsprettur myndmálsins, hvert er það sótt? I grófum dráttum má segja að
það sé í tvo staði: í goðsögur (sem eru þá sameign) og í náttúruna eða um-
hverfið. Þarna eru þá komin tvö sameiginleg viðmið. Munurinn er sá að goð-
sagan er af ætt hugmyndaheimsins, og hann er sameiginlegur ákveðnum hópi
manna, en náttúran snertir á hinn bóginn skynjunina og hún er einstaklings-